Tvískinnungur syndaaflausnarinnar

Bensín- og díselbílaeigendur leggja til 3 prósent kolefnismengunar á Íslandi en borga nú þegar 90 prósent af álögðum gjöldum vegna þessa. Að fara síðan fram á að þeir hinir sömu bíleigendur gefi meira í þennan sama málaflokk er alger firra, - til að kaupa auka-syndaaflausn. Til að kaupa hverjum rós í hnappagatið? Það að eiga bíl, gerir mann ekki sjálfkrafa að stóreignamanni sem munar ekki neitt um nýjar álögur. – Sumir velja þöggunaraðferðina varðandi barnaþrælkunina í Kongó, þaðan sem megnið af kóbaltinu kemur og er nauðsynlegt í rafhlöður batterísbílanna. Allt í lagi að stuðla að níðingsskap á börnum og fullorðnum í Kongó, svona til að við fáum okkar syndaaflausn, eða hvað? Og ekki nóg með það, náttúruspjöll eru gríðarleg við þetta kóbaltnám í Kongó (þó umræðan eigi að flokkast um náttúruvernd). En hvað, þetta er nú bara Kongó! Skondið, í ljósi þess að stutt er síðan vér Íslendingar vildum henda á haugana endurútgáfu af bókinni Negrastrákarnir, í heilagri vandlætingu yfir vanvirðingunni á Afríkumönnum. – Já, hún virðist valkvæð virðingin.


mbl.is Geta kolefnisjafnað eldsneytiskaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissóðakaffi

það er með ólíkindum í allri umhverfisumræðu nútímans að Íslendingar skuli kaupa þetta umhverfissóðalega kaffi. Við lögun á einum einasta kaffibolla fer í ruslið ein áldolla. Fyrirtækið sem selur þetta sóðakaffi reynir þó að skreyta sig og sína vöru með skáldrökum. Þau eru: að hægt sé að endurvinna álið. Vissulega er tæknilega hægt að endurvinna það. Það er bara engin vissa um að það sé gert, fyrir utan það að endurvinnsla er í raun umhverfissóðaskapur í samhengi við það að hægt er laga kaffi án þessa tilleggs á ruslahauga heimsins sem Nespresso leggur fram með dyggri aðstoð vanhugsandi Íslendinga.


mbl.is Selja 25 þúsund kaffihylki á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jon Rahm - íslenska nafnið?

Spán­verj­inn með ís­lenska nafnið, Jon Rahm ... Uh, hef ég misst af einhverju?


mbl.is Spánverjinn stal senunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og burtu með Hafnarstræti 20

Auðvitað ætti að endurbyggja Hafnarstræti 18 í sömu mynd þó ekki nema til sýna smá viðleitni til að viðhalda eldri ásýnd Kvosarinnar, þessum elsta og í raun örsmáa hluta borgarinnar. Og enn betra væri ef svarta húsið við hliðina, Hafnarstræti 20 líklega, væri rifið vegna ljótleika en einnig og ekki síst til að opna sjónlínu að Arnarhóli og því sem fyrir aftan hann er. Lækjartorg yrði mun betra torg fyrir vikið. Jafnvel mætti hugsa sér að endurbyggt Hafnarstræti 18 í sama stíl, næði aðeins inn á Lækjartorgið, til að vega aðeins á móti ljótu nýju húsunum.


mbl.is Fornminjar undir Hafnarstræti 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Villti laxinn" úr hafbeit?

Það skyldi þó ekki vera að "villti" laxinn á myndinni sé einmitt afsprengi af þúsundum seiða sem sleppt var um skeið í arnfirskar ár fyrir allöngu. Ekki er nein fullvissa fyrir þvi af hvaða ætterni þeir laxar voru. Miðað við hversu mjög lax er sjaldgæfur í Arnarfirði gæti verið erfitt að útiloka að "villti" laxinn sé ræktaður. Það er þá líklegast að náttúruval ráði til um framhaldið og þá vinnur eldislaxinn ræktaða laxinn, nú eða ræktaði laxinn sigri eldislaxinn. Þannig mun því náttúran sjá um kynbætur á laxi í Arnarfirði. Gaman væri því jafnvel að við hinn laxasnauða Arnarfjörð vaxi upp stangveiðilaxastofn. Sem er þó líklega borin von.


mbl.is Eldislax við það að hrygna veiddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækka bráðadeld í Fossvogi!

Vandræði bráðadeilda ekki ný saga. - Er það fljótlegasta lausnin á því að skella tveimur hæðum ofan á bráðadeildina við Fossvogsspítala. Þannig stækkun úr stálgrind eða trégrind hefði með sér lítið rask og gæti verið mjög fljótlegt.


mbl.is 117% nýting sjúkrarúma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sadó-masó

Hvað er svon glæsilegt við sadó-masó slagsmála"sigur"?


mbl.is Gunnar með stórglæsilegan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Þetta er aldeilis frábært framtak þeirra eigenda Dranga. Þeirra verður minnst fyrir óeigingjarnt skref og fyrir að lúta ekki hinni einsleitu stefnu fjármagnsins, heldur bera þau skyn á hinum gegnheilu verðmætum sem í þessu felst, óbeisluðum. Vestfjarðarkjálkinn er stóriðjulaus en kórónan hvílir á Ströndum.


mbl.is Vilja friðlýsa Dranga á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólogin frétt saknæm

Mikið hefur verið rætt um falsfréttir undanfarið og jafnvel talað um að eitthvað þurfi að gera í málinu. Menn komast upp með að dreifa falsfréttum. MAST má hins vegar ekki segja frá afbrotum gegn neytendum, sönnum og sönnuðum afbrotum. Fyrir hverja er réttarríkið?


mbl.is Matvælastofnun óskar eftir yfirmati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÚRISTAGÖNG

Flott fyrir rúrufyrirtækin á Ísafirði. Þegar þessi göng verða klár geta þau rúllað með farþegaskipafarþega í gegn um fjall í stað þess að fara yfir það og að snúnings plássinu við Dynjanda og á Ísafjörð aftur. Annað gagn verður ekki af þessum göngum næstu fimmtán - tuttugu árin.


mbl.is Hafa grafið 65% Dýrafjarðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband