Galdrabrennulegur borgarafundur

Ég, eins og margir fleiri, var spenntur fyrir umræddum þætti á rúv. Bjóst þar við góðum deigluþætti þar sem kafað yrði í vissulega slæma umgengni mannskepnunnar víða um heim og afleiðingar af því. En hvað gerðist? Upp hófst mikil hræðslukyrjan tólf postula kolefniskirkjunnar og nauðsyn þess að allt yrði gert að þeirra forskrift. Ellegar yrði engin saga til að skrá eftir nokkra áratugi ef Íslendinga hlýddu ekki boðorðum kolefniskirkjunnar.

Eins og tilheyrir góðum trúarlegum gjörningum voru leidd til slátrunar tveir sauðir, Magnús Jónsson veðurfræðingur og Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður. Stóðu þau merkilega vel af sér hýðinguna þó flestir hafi reynt að koma þeim í duftið. Annar þáttastjórnandinn gleymdi hlutverki sínu og lamdi eins og postularnir tólf.

Einn postulanna, Elín Björk Jónsdóttir, vildi meina að aðeins ætti taka mark á sérfræðingum. Hins vegar, þegar sérfræðingurinn Magnús Jónsson vildi meina að vandi heimsins væri mun meiri vegna gríðarlegrar mannfjölgunar en þess sem um var kyrjað, svaraði þá Elín Björk því til, að sá vandi væri leystur, því íbúum hins vestræna heims færi nú fækkandi. Spurði þá þáttastjórnandi Elínu hvort þetta stæðist? Eða hvort aðrir íbúar heimsins gengju svo vel um náttúruna að engu máli skipti mannfjölgun þar? Nei! Enda augljóst vel að hún var postulamegin. 

Þátturinn var því skúffelsi og vakti enda ergelsi. Eftir á að hyggja hafði hann kannski bara verið ætlaður til þess að slökkva endanlega á efasemdarfólki. Eða afneiturum eins og Jóhanna Vigdís vill endilega kalla það. Kannski hún sé bara svona slök í íslensku, vonum það.


mbl.is Þreytt á einhliða loftslagsumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband