Gáttaður á Svandísi

Af hverju er ég hissa á Svandísi?

Já, af hverju? Kannski vegna þessa að hún er í Vinstri - Grænum! VG kenna sig við vinstrið og jöfnuðinn. Þeir vilja líka vera umhverfisvænn flokkur og Svandís var eitt sinn umhverfisráðherra og barðist gegn vegalagningu við Teigsskóg og sagði þá að tilfinningarök væru líka rök.

Frá því var sagt á Vísi að botnvörpuveiðar séu taldar losa jafnmikið af koltvísýringi og flugsamgöngur. (https://www.visir.is/g/20212086517d) Þar er minnst á það sem lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valdi miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Þar er nefnd ný þekking á hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrli upp úr setlögum á hafsbotninum og valdi þannig súrnun sjávar og ógna því lífríki sjávarins.

Bresk stjórnvöld hafa stöðvað veiðar með trolli og dragnót víða við strendur landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð. (https://www.bbl.is/frettir/veidar-stodvadar-til-ad-vernda-thangskoga?fbclid=IwAR1RlsUQz71qPiHlO3OQi46l1-wcDACwbY8byHIzHTVZ1QLQbyqHuu3ju00) Á Íslandi mega togveiði- og dragnótaskip harka upp undir kartöflugarða, eins og það var kallað þegar bresk skip vöru hér við strendur. Dragnótaskipin (þetta eru jú skip) sjást víða inn á miðja firði og skafa þar hátt upp í landhallann þar sem áður voru skelveiðisvæði. Því er lítil von að þau skelmið jafni sig aftur. Svo má líka nefna að skark dragnótaskip geti spillt veiðidegi eða dögum fyrir strandveiðibátum. Strandveiðihömlur eru margar, þar með hinir velþekktu 48 dagar á ári. Það er ógjörningur að fyrir strandveiðbáta að spilla fyrir tog- og dragnótaskipum.

Fiskistofa segir: „Gögnin sýna mjög skýrt að munur er á magni meðafla í veiðiferðum eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð eða ekki.“ (https://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/aflasamsetning-a-botnvorpu-og-dragnotaveidum-2021) Þar er átt við togveiði- og dragnótaskip.

Samkvæmt skýrslu frá Háskólanum á Akureyri 2019, sýndi meðaltal rannsókna að olínotkun á hvert veitt kíló hjá togaraflotanum væri 0,487 lítrar á hvert veitt kíló.
Hef því miður litlar upplýsingar um strandveiðibáta, en hef þó dæmi um „hraðfiskibát“  sem var með 25 ára gamla vél (sem eru óðum að detta út fyrir nýrri og sparneytnari), þar er hlutfallið 0,170 lítrar á hvert veitt kíló. Það bendir til þess að togari brenni allt að þrefalt meiri olí á hvert veitt kíló en strandveiðibátur.

Þetta hljómar kannski eins og andúð gagnvart togveiði- og dragnótaskipum. Það er þó alls ekki meiningin. Það er hinsvegar verið að draga fram hversu umhverfisvæn strandveiðin er miðað við togveiði- og dragnótaskipin. Þegar sjávarútvegsráðherrann sem var nokkuð ákafur umhverfisráðherra á sínum tíma, og er í flokki sem kennir sig mjög ákaft við umhverfisvernd og endurheimt líffríkis, þá er ég hissa hversu harkalega er gengið fram gagnvart umhverfisvænsta útgerðarflokknum. Þar sem 700 manns fá vinnu við að ná í afla eins togara.

VG er í ríkisstjórn sem hefur mokað út milljörðum í bílakaupastyrki til þeirra sem hafa efni á að kaupa sér nýjan bíl svo fremi að hann sé rafmagns- eða tvinn. Útgangspunkturinn í því er að brenna færri olíu- og bensínlítrum. Strandveiðiflotinn er sá umhverfisvænsti með tilliti til lífríkis hafsins og hafsbotnsins ásamt færri brenndum olíulítrum. Já, ég er hissa á sjávarútvegsráðherranum í umhverfisflokknum. Satt að segja alveg gáttaður.


mbl.is Ráðherra sagður valda „ólýsanlegum vonbrigðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband