Atvinnubótavinnan verði aflögð
31.7.2023 | 11:07
Það er með ólíkindum að sjá að enn eigi að styrkja Stykkishólm með því að ríkið haldi uppi rándýrri atvinnubótavinnu í Stykkishólmi sem felst í því að halda uppi samgöngum við Vestfirði. Kannski voru Vestfirðir einhverntíma eyja, en er það vissulega ekki í dag. Þetta atvinnubótastúss ríkisins við Hólmara er algerlega galið. Þetta er gert á sama tíma og ríkið frestar þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar sem myndu stórbæta samgöngur við Vestfirði. Samgöngur á landi, alla daga, allan sólarhringinn. Kannski var frestunin til þess að styðja við atvinnubótavinnu ríkisins/Vegagerðarinnar í Stykkishólmi. Kannski telur ríkið/Vegagerðin Stykkishólm svo aumt byggðarlag að það sé réttlætanlegt að aftra þróun í samgöngum við Vestfirði með gamaldags ríkis-ferjurekstri, sem er svo tekið úr vasa Vegagerðarinnar! Hvað þýðir annars orðið VEGAGERÐ?
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstöðufullyrðing er röng
1.6.2023 | 09:57
Samstaða á einhverjum fámennum fundum er alls ekki það samstaða sé á milli strandveiðisjómanna um að gefa eftir 4 veiðidaga á yfirstandandi vertíð. Hreint ekki. Satt að segja er þetta baneitruð atlaga að strandveiðsjómönnum. Barátta sem byggir á eftirgjöf virðist snúast meira um að forsvarsmenn grúppa nái einhverju fram og þá aukaatriði hvort það snúist um ávinning eða tap. Bara að komast á spjöldin. Mér er sem ég sjái það í annarri kjarabaráttu að forysta launþega bjóði launalækkun til að komast í vöfflurnar.
Að auki gefur þetta til kynna að strandveiðisjómenn séu tilbúnir í að slaka á því sjálfsagða, að hafa sína 48 daga, kerfi sem búið var til og samþykkt á hinu háa Alþingi. En það eru þeir alls ekki. Og það er bara alls ekki samþykkt að þessi atlaga sé samþykkt af fjöldanum.
Að auki ættu allir flokkar á þingi að vinna að að minnsta kosti 50 veiðdögum fyrir strandveiðisjómenn. Vegna þess að það væri í anda þess að Íslendingar/íslenskum stjórnvöldum sé í mun að vera umhverfislega þenkjandi, á jákvæðan hátt. Stjórnvöld gætu hampað því að stíga skref í því að gera fiskveiðar umhvefisvænni. Til þess þarf í raun sáralítið að gera; bara að segja já, við lögfestum 50 daga á ári.
Þetta gæti líka verið jákvætt fyrir togara og dragnótarskip, því botndrægu veiðarfærin munu aldrei sigrað neinn áfanga í umhverfis- og lífríkisumræðu hafsins. Þar mundu fiskveiðar með kyrrstæðum veiðarfærum alltaf standa framar.
Leggja til fækkun strandveiðidaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iðandi líf, nútíð og framtíð
24.4.2023 | 20:20
Vísindamaðurinn Michelle Lorraine hefur komist að þeirri niðurstöðu að hið iðandi líf kalkþörungabreiðanna skipti máli fyrir lífríki hafsins. Lífríki sem vistar helstu ungviði nytjastofna þjóðarinnar. Einhverskonar vöggustofu fyrir framtíðina ekki síst framtíð þjóðarinnar, rétt eins og "manneldi" þarf lífeldið sínar aðstæður. Getur íslensk fræðasamfélag, umhverfisfélög og stofnanir horf framhjá þessari niðurstöðu. Flestum þeim sem hafa skðun á lífríki heimsins, finnst skelfilegt til þess að hugsa að kóralarif heimsins geti skaðast vegna súrnun sjávar. Er hægt með góðri samvisku að skella skollaeyrum við því að þúsundum tonna af kalkþörungum sé árlega mokað upp úr islenskum fjörðum, og eyðileggja þannig styðjandi lifríki sem hefur tekið þúsundir ára að byggjast upp? Er kannski bara þægilegast að hafa bara ekki "tekið eftir" þessum vísindamanni, eða öllu heldur þessari vísindalegu niðurstöðu?
Kalkþörungabreiðurnar eru iðandi af lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sniðganga móðgunargjarna menningarheima
14.3.2023 | 08:07
Það er kannski skárst í ljósi þeirrar móðgunarfýlu sem liggur yfir listalífi Reykjavíkur, að taka þá stefnu að sýna aldrei aftur verk sem birta sýn inn í aðra menningarheima.
Laufey og sendiherra Japan gagnrýna sýningu óperunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukagjald og hagræðing
26.1.2023 | 12:13
Eins og kemur fram í greininni hafa erlendir 'rútugestir' lagt sitt af mörkum til vegaslits, því væri ekki úr vegi að leggja á sérstakt túristagjald á slíkar rútuferðir. Við megum ekki láta gestrisnina bera okkur ofurliði. Til dæmis er tekið sérstakt gjald af hverjum þeim sem gengur um bryggjukant til að taka sér far með ferðabát borga sérstakt farþegagjald og útgerðin skal innheimta og skila til hafnarsjóðs.
Síðan er minnst á laxeldið og flutning afurðanna. Þar er vissulega mikill ásþungi. Enn sem komið er, er eitt starfandi laxasláturhús á Vestfjörðum, á Bíldudal. Frá Bíldudal er stysta leiðin um Arnarfjörð, hvort heldur sem farið er suður eða austur. Vegurinn frá Bíldudal inn Arnarfjörð er forn moldarvegur og þolir þar af leiðandi illa þungaflutninga. Hann hefur ekki einu sinni vetrarþjónustu, ástæðan; þetta er svo lélegur vegur!
Þegar þess vegar nýtur ekki við þarf að fara aðra leið með afurðirnar frá Bíldudal, um þrjá fjallvegi, Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði og um Barðaströnd. Þetta lengir leiðina að auki, um 45 km aðra leiðin, 90 km fram og til baka. Fjórir trukkar á dag gera því 360 km aukaakstur. Það er ekki á neinn hátt skynsamlegt.
Þar fyrir utan er fyrrnefndur aukakrókur ekki beinlínis samkvæmt nýjustu burðarstöðlum og þola því illa þessa þungaflutninga og fara enda illa á þeim. Að öðrum kosti dygðu þeir. Sá annar kostur er flýting ætlaðrar vegagerðar um Arnarfjörð og upp á Trostansfjarðarheiði. Það yrði nútímavegur sem þyldi flutningana, stytti vegalengdir svo um munaði með stórminnkaðri olíubrennslu og frelsaði áðurnefnda þrjá fjallvegi frá áníðslu og gætu því orðið boðlegir aftur.
Skynsemin liggur því í styttri leiðum með betri vegum og þess vegna minna viðhaldi. Hrópandi dæmi um það eru afurðaflutningar frá Bíldudal til umheimsins. Það er ekkert að fara að breytast á næstu árum og því augljós hagkvæmni þess að flýta ætlaðri vegaendurgerð frá Bíldudalsflugvelli, inn Arnarfjörð og upp á Trostansfjarðarheiði. Nú um stundir eru því þessir afurðaflutningar að stórskaða vegina frá Bíldudal hvort sem farið er inn Arnarfjörð eða þriggja-fjallvegaleiðina löngu.
Frelsa þarf því þriggja-fjallvegaleiðina um Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði með endurbættri, styttri, burðugri, umhverfisvænni og viðhaldsléttari (og ferðamannavænni).
Tugmilljarða gat enn til staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þráðlaust vindrellurafmagn
13.12.2022 | 10:49
Í þeim deilum undanfarinna ára og þeim sem lifa enn virðist eignanám í einhverjum tilfellum blasa við. Það vekur því upp vangaveltur; ef ærslafengnustu draumar nokkurra Íslendinga, með erlent fé í rassvasanum, um 30 vindrellugarða víða um land muni rætast, þá þarf væntanlega að koma því rafmagni, þegar vindur er hagstæður, á markað. Þó vindrellur kippi mörgum upp af standinum sökum dýrðar sinnar og töframátts, þá fer það rafmagn ekki þráðlaust úr rellunum í tengiskápa hugsanlegra kaupenda.
30 rellugarðar þurfa því allnokkrar tengileiðir, jafnvel um lendur svokallaðra 'landeigenda' (eins gamaldags og það nú er), en hvað gerist þá ef 'landeigandi' segir nei? Mun þá ríkið standa í eignarnámi á landi til þess að tengja vindrellugarða, oftast í eigu erlendra fjármagnseigenda, við hringnetið.
Verður það þá erlent fjármagnskapp, með íslenska brauðmolavon, sem verður orðinn meðstjórnandi og tekjutaki í nýtingu auðlinda Íslands?
Kjalarleið uppfyllir ekki markmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rukka fyrir heimtaða aðstoð
13.4.2022 | 18:28
Þetta er svona svipað og að lögreglan væri að rannsaka einhvern atburð og safnaði upplýsingum hjá sem flestum sem mögulega hefðu heyrt eða séð eitthvað sem hjálpaði til við að skýra hvað gerðist - og að lokum myndi löggan rukka svo alla sem hún ræddi við; töluðu við Binna einu sinni svo hann skuldar löggunni 2500 kall, Bínu töluðum við í tvígang svo hún skuldar löggunni 5000 kall . . . .
Magnús mótmælir gjaldtöku Fiskistofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gáttaður á Svandísi
16.1.2022 | 12:59
Af hverju er ég hissa á Svandísi?
Já, af hverju? Kannski vegna þessa að hún er í Vinstri - Grænum! VG kenna sig við vinstrið og jöfnuðinn. Þeir vilja líka vera umhverfisvænn flokkur og Svandís var eitt sinn umhverfisráðherra og barðist gegn vegalagningu við Teigsskóg og sagði þá að tilfinningarök væru líka rök.
Frá því var sagt á Vísi að botnvörpuveiðar séu taldar losa jafnmikið af koltvísýringi og flugsamgöngur. (https://www.visir.is/g/20212086517d) Þar er minnst á það sem lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valdi miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Þar er nefnd ný þekking á hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrli upp úr setlögum á hafsbotninum og valdi þannig súrnun sjávar og ógna því lífríki sjávarins.
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað veiðar með trolli og dragnót víða við strendur landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð. (https://www.bbl.is/frettir/veidar-stodvadar-til-ad-vernda-thangskoga?fbclid=IwAR1RlsUQz71qPiHlO3OQi46l1-wcDACwbY8byHIzHTVZ1QLQbyqHuu3ju00) Á Íslandi mega togveiði- og dragnótaskip harka upp undir kartöflugarða, eins og það var kallað þegar bresk skip vöru hér við strendur. Dragnótaskipin (þetta eru jú skip) sjást víða inn á miðja firði og skafa þar hátt upp í landhallann þar sem áður voru skelveiðisvæði. Því er lítil von að þau skelmið jafni sig aftur. Svo má líka nefna að skark dragnótaskip geti spillt veiðidegi eða dögum fyrir strandveiðibátum. Strandveiðihömlur eru margar, þar með hinir velþekktu 48 dagar á ári. Það er ógjörningur að fyrir strandveiðbáta að spilla fyrir tog- og dragnótaskipum.
Fiskistofa segir: Gögnin sýna mjög skýrt að munur er á magni meðafla í veiðiferðum eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð eða ekki. (https://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/aflasamsetning-a-botnvorpu-og-dragnotaveidum-2021) Þar er átt við togveiði- og dragnótaskip.
Samkvæmt skýrslu frá Háskólanum á Akureyri 2019, sýndi meðaltal rannsókna að olínotkun á hvert veitt kíló hjá togaraflotanum væri 0,487 lítrar á hvert veitt kíló.
Hef því miður litlar upplýsingar um strandveiðibáta, en hef þó dæmi um hraðfiskibát sem var með 25 ára gamla vél (sem eru óðum að detta út fyrir nýrri og sparneytnari), þar er hlutfallið 0,170 lítrar á hvert veitt kíló. Það bendir til þess að togari brenni allt að þrefalt meiri olí á hvert veitt kíló en strandveiðibátur.
Þetta hljómar kannski eins og andúð gagnvart togveiði- og dragnótaskipum. Það er þó alls ekki meiningin. Það er hinsvegar verið að draga fram hversu umhverfisvæn strandveiðin er miðað við togveiði- og dragnótaskipin. Þegar sjávarútvegsráðherrann sem var nokkuð ákafur umhverfisráðherra á sínum tíma, og er í flokki sem kennir sig mjög ákaft við umhverfisvernd og endurheimt líffríkis, þá er ég hissa hversu harkalega er gengið fram gagnvart umhverfisvænsta útgerðarflokknum. Þar sem 700 manns fá vinnu við að ná í afla eins togara.
VG er í ríkisstjórn sem hefur mokað út milljörðum í bílakaupastyrki til þeirra sem hafa efni á að kaupa sér nýjan bíl svo fremi að hann sé rafmagns- eða tvinn. Útgangspunkturinn í því er að brenna færri olíu- og bensínlítrum. Strandveiðiflotinn er sá umhverfisvænsti með tilliti til lífríkis hafsins og hafsbotnsins ásamt færri brenndum olíulítrum. Já, ég er hissa á sjávarútvegsráðherranum í umhverfisflokknum. Satt að segja alveg gáttaður.
Ráðherra sagður valda ólýsanlegum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljós eru bara ljós
6.10.2020 | 09:31
Ljós eru bara ljós. Útiljós, inniljós, viðvörunarljós, baðljós, gangaljós, bílljós og svo ótalmörg önnur. Öll eiga það sameiginlegt tengjast notkuninni. Eins t.d. jólaljós sem eru kölluð það vegna tímans sem þau eru notuð á. Varðandi þessa frétt ætti þvi að kalla þetta skammdegisljós eða ef til vill skammdegisþunglyndisljós! Það er víst komið skammdegi en langt því frá að komin séu jól.
Lýsa upp skammdegið með jólaljósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott skref - en leiðin er lengri
18.9.2020 | 09:00
Þetta er gott skref í jarðaeignahaldi. Í raun er það gamaldags fyrirbæri að fólk eigi land. Fyrirbærið kemur oft í veg fyrir eðlilega nýtingu lands.
Fólk á kannski land vegna þess að foreldrar eða afi og amma voru með hokurbúskap á landbleðli, búskap sem er löngu aflagður því að enginn afkomenda hafði áhuga á hokrinu. Þeir sem erfa sjálfkrafa, eignast börn og þau svo sín og þannig fjölgar "eigendum" hins íslenska lands. Ekkert þeirra hefur kannski nokkurn áhuga á hinum "íslenska" landskika sem þau óvart "eignuðust" því lítið er hugsanlega um nothæfan húsakost. Þannig liggur landið ósnert dýrum merkurinnar einum til gagns. Sem er ekki slæmt í sjálfu sér, - en svo kemur að því að hugsanlega þarf að betrumbæta þjóðveg mannskepnunni til gagns, leggja rafmagnsstreng, ljósleiðara, eða vatnslögn í jörðu fyrir byggðarlag í grenndinni. Eitthvað af þessu kallar á að farið sé inn á íslenskt land í erfingjaeigu, kannski bara lítil jarðýta til plægja niður ljósleiðara, en þá, aha, segir eitthvert langafa/ömmubarn þeirra sem hokruðu þar fyrir 50-100 árum, er ekki hægt að mjólka þetta eitthvað!
Þá getur verk tafist eða jafnvel stöðvast um nokkur ár, jafnvel áratugi eins og dæmi sanna. Eitt dæmið er um tuttugu ára og óútkljáð enn þar sem erfingjar standa í vegi fyrir samgöngubótum sem skerðir kjarrlendi, en sömu erfingjar höfðu áform um að byggja upp sumarbústaðabyggð í hinu sama kjarrlendi.
Erfingjar, sem getur verið stór og sundurleitur hópur getur komið í veg fyrir byggðaþróun, s.s. hokurbúskapur sem hefur lagst af fyrir hálfri öld hefur landamörk að kaupstað, kaupstaðurinn hefur vaxtarmöguleika vegna nægjanlega sterks atvinnulífs. En ó, þarna gengu langamma og langafi um með orf og ljá og sólin lék um rjóða vanga þeirra, og aldrei skal þar byggt eitthvert nýmóðins raðhús. Kannski er meirihluti erfingja á því að réttast sé að láta þúfnakargann, til þess að kaupstaðurinn nái að eflast og vaxa í takt við þjóðfélagið. En, það er víst ekki nóg, það dugir að einn sé á móti, hvort sem ræður, rómantík eða peningaþrá.
Hvað er þá til ráða? Eignarnám? Í smærri samfélögum getur slíkt verið viðkvæmt og skapað úlfúð. Beðið er með slíkt, oft í lengstu lög. Á sama tíma er þróun samfélagsins í bið. Hnignar jafnvel vegna þess að einhverjir hafa ekki trú á þróun samfélagsins eða nenna ekki að bíða bara og vona. Þannig getur óverðskuldað eignarhald á landi staðið í vegi fyrir eðlilegri byggðaþróun.
Að kaupa bíl, bát, hús eða einhver önnur mannanna verk verður að óumdeilanlegri eign. Að öllu jöfnu rýrna slíkar eignir í verði. Til eru afskriftarreglur um slíkt og geta þær eignir afskrifast niður í núll. En mýrlendið, þúfnakarginn, skurðirnir, kjarrið og klappirnar er um aldur og ævi á ráðstöfunarhendi hverstímalifandi erfingja einhvers frá ödinni sem leið, eða hinni þar áður. Þeir hafa því kverkatak á samfélaginu. Samfélag í höftum!
Fyrning á eignarhaldi lands væri því eðlilegt og sjálfsagt. Fyrning ætti jafnvel teljast aftur í tímann. T.d. að býli fyrnist að fullu á 35 árum, eigin nýting lands hætti fyrir 30 árum, þannig væru 5 ár eftir af fyrnigartímanum. Að honum loknum ættu erfingjar mannvirki ef einhver væru og hóflegt leiguland umhverfis mannvirkin til að geta nýtt þau.
Það er fyrir löngu komin þörf, nei afsakið mig, nauðsyn, til breytinga í þessa veru. Gamla kerfið er arfleifð bændasamfélagsins sem var og gengur ekki upp lengur.
Óðalsréttur endanlega afnuminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)