Aukagjald og hagręšing

Eins og kemur fram ķ greininni hafa erlendir 'rśtugestir' lagt sitt af mörkum til vegaslits, žvķ vęri ekki śr vegi aš leggja į sérstakt tśristagjald į slķkar rśtuferšir. Viš megum ekki lįta gestrisnina bera okkur ofurliši. Til dęmis er tekiš sérstakt gjald af hverjum žeim sem gengur um bryggjukant til aš taka sér far meš feršabįt borga sérstakt faržegagjald og śtgeršin skal innheimta og skila til hafnarsjóšs.

Sķšan er minnst į laxeldiš og flutning afuršanna. Žar er vissulega mikill įsžungi. Enn sem komiš er, er eitt starfandi laxaslįturhśs į Vestfjöršum, į Bķldudal. Frį Bķldudal er stysta leišin um Arnarfjörš, hvort heldur sem fariš er sušur eša austur. Vegurinn frį Bķldudal inn Arnarfjörš er forn moldarvegur og žolir žar af leišandi illa žungaflutninga. Hann hefur ekki einu sinni vetraržjónustu, įstęšan; žetta er svo lélegur vegur!
Žegar žess vegar nżtur ekki viš žarf aš fara ašra leiš meš afurširnar frį Bķldudal, um žrjį fjallvegi, Hįlfdįn, Mikladal og Kleifaheiši og um Baršaströnd. Žetta lengir leišina aš auki, um 45 km ašra leišin, 90 km fram og til baka. Fjórir trukkar į dag gera žvķ 360 km aukaakstur. Žaš er ekki į neinn hįtt skynsamlegt. 

Žar fyrir utan er fyrrnefndur aukakrókur ekki beinlķnis samkvęmt nżjustu buršarstöšlum og žola žvķ illa žessa žungaflutninga og fara enda illa į žeim. Aš öšrum kosti dygšu žeir. Sį annar kostur er flżting ętlašrar vegageršar um Arnarfjörš og upp į Trostansfjaršarheiši. Žaš yrši nśtķmavegur sem žyldi flutningana, stytti vegalengdir svo um munaši meš stórminnkašri olķubrennslu og frelsaši įšurnefnda žrjį fjallvegi frį įnķšslu og gętu žvķ oršiš bošlegir aftur.

Skynsemin liggur žvķ ķ styttri leišum meš betri vegum og žess vegna minna višhaldi. Hrópandi dęmi um žaš eru afuršaflutningar frį Bķldudal til umheimsins. Žaš er ekkert aš fara aš breytast į nęstu įrum og žvķ augljós hagkvęmni žess aš flżta ętlašri vegaendurgerš frį Bķldudalsflugvelli, inn Arnarfjörš og upp į Trostansfjaršarheiši. Nś um stundir eru žvķ žessir afuršaflutningar aš stórskaša vegina frį Bķldudal hvort sem fariš er inn Arnarfjörš eša žriggja-fjallvegaleišina löngu.

Frelsa žarf žvķ žriggja-fjallvegaleišina um Hįlfdįn, Mikladal og Kleifaheiši meš endurbęttri, styttri, buršugri, umhverfisvęnni og višhaldsléttari (og feršamannavęnni).


mbl.is Tugmilljarša gat enn til stašar
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband