Færsluflokkur: Bloggar

Sveitamennska í flugheimum

Ekki veit ég hvernig hlutfall viðskiptavina Flugfégsins hafi verið varðandi tungumál þeirra. Kannski kunni meirihluti þeirra aðeins ensku, hver veit? En upp úr stendur þó að þetta er vandræðaleg sveitamennska Flugfélagsmanna að óttast það að viðskiptavinir þeir sem aðeins kunna ensku, verði strandaglópar á einhverjum óþekktum stað, nema Flugfélagið heiti upp á ensku, hallærislegu og óþjálu nafni. Alveg er þeim sama um hversu hallærislegt það er fyrir Íslendinga að fljúga til „Reykjavíkurflugvallar“ með „Air Iceland connect“. Þetta er tvítyngd setning. Að loku veltir maður því fyrir sér þeirri spurningu: Er Iceland (betur) connected? Eða er þetta bara sveitamennska?


mbl.is Mímir mótmælir nafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið glatar 27% við innheimtu

Hættur að skilja stjórnmál - hafi ég nokkurn tíma gert það. Ríkið sem innheimtuaðili heldur eftir 27% af tekjum sem það innheimtir og ætlað er til umferðamála. Núverandi samgönguráðherra segir þó að búa þurfi til nýjar álögur á bíleigendur til að hægt sé að sinna vegabótum og viðhaldi. Lesist: svo þeir geti skilað því sem innheimt var. - Fyrir hverjar kosningar heyrist mjög gjarna í „hægribláum“ að „vinstrigrænir“ kunni ekkert annað en að búa til nýjar álögur!


mbl.is Vegagerðin fékk 63% umferðargjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. Apríl

Þessi fyrsta apríl frétt var næstum búin að ná mêr, haha.

 


mbl.is Vilja stofna kynjavakt Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á þá sem hafa vitið

Það væri snjallt að hlusta og taka mark á orðum þessarar mætu konu. Hún veit hvað hún segir, en óttast má að altarisgenglar mammons og þjónar þeirra, hafi vísdómsorð að engu. Allt samfélagstjón hefur hingað til verið talið eðlilegur fórnarkostnaður við að stýra álagningarhagnaði á valda staði.


mbl.is Ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum ekki þjórfé

„Eig­andi veit­ingastaðar­ins, Tommy Tell­ez, seg­ir í sam­tali við BBC að viðbrögðin hafi verið ein­stök.“ Það hefði verið ánægjulegra að sjá þennan veitingahússeiganda tjá BBC að hann ætlaði að borga þessum þjóni laun. Það er fáránlegt að viðskiptavinir veitingahúsa þurfi beint, að sjá um að starfsfólk við eina tegund starfa á veitingahúsum sé háð gjafmildi viðskiptavina. Þetta er gamaldags og ídjótískt. - Hvað með kokkana, hreingerningafólkið o.s.frv?


mbl.is „Gefum ekki svörtum þjórfé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um aðstöðutekjurnar

Framlag bæjarstjóra Garðabæjar sýnir held ég líka hvað hangir á spítunni umfram hvað er heppilegt og hagkvæmt; nefnilega það að öll sveitarfélög væru eflaust til í að fá svona feitan bita til sín. Staðsetning slíkrar stóriðju sem landspítali er, hlýtur að gefa í kassann. Þess vegna held ég að borgarstjórn Reykjavíkur megi ekki til þess hugsa að fá alvöru umræðu um þetta. - Vífilsstaðir er fínn staður - fyrir íbúðabyggð. Höfuðborgarmiðjan er við Elliðaárvog. Við fullbyggt Vogahverfi, fullbyggt Bryggjuhverfið við Elliðaárvog, fullbyggt Úlfarsárhverfi, verður höfuðborgarmiðjan komin enn austar. Þess vegna eru flatirnar upp af- og austur af Bauhaus, vestan við Úlfarsfell mjög ákjósanlegur staður. Gott byggingarland að auki.


mbl.is Breyta þarf ákvörðuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gælt við skort á praktík

Þetta er flókin og umfangsmikil aðgerð; landfylling og brúargerð, sem breytir þó ekki því að þetta er og verður afkróað úti á nesi. Í fljótu bragði virðist því hugmynd þessi nógu dýr, óskynsöm og ópraktísk til að fara í framkvæmd.


mbl.is Fjórar Kársnestillögur valdar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurgreidd fargjöld

þetta kannski segir að fargjöld séu of mikið niðurgreidd af ríkinu. Meiri eftirspurn - minni niðurgreiðsla, ekki satt?


mbl.is „Vegurinn“ til Eyja tepptur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparar gjaldeyrir, selur innlenda orku. - Vegi vantar.

Góð frétt með rafmagnsbílana. Nú væri þjóðþrifaátak að klára að leggja bundið slitlag á þjóðvegi landsins, eins og t.d. Vestfirði. Má þar nefna hið undarlega þjark um nokkur tré í Teigsskógi sem koma í veg fyrir nútíma vegagerð þar, þó þar sé einn mesti vöxtur birkiskóga á Íslandi. Ein mesta perla Vestfjarða er fossinn Dynjandi en að honum er bannað að keyra á litlum bílaleigubíl vegna lélegra vega. Þessa mánuðina hefur mikið verið rætt álag á náttúru Íslands og nefnt að dreyfa þurfi álagi á hana vegna ferðamanna. Einfaldasta leiðin er að bæta vegi. Landsvirkjun gælir við sölu á rafmagni um sæstreng til Evrópu. Ég vildi sjá Lv. byggja upp net hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla. Það væru góð bítti að sjá á spjöldum stýra bílaleigubíla væru í stað upplýsinga um hvaða þjóðvegi má ekki keyra, væru upplýsingar um net rafhleðslustöðva. Þannig myndi umferðin dreyfast betur um landið, innflutningur olíu og bensíns dragast saman og sparaðist þannig gjadeyrir en sala á innlendri „grænni“ orku aukast.


mbl.is Bílaleiga býður úrval rafmagnsbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja eigur annarra

„Við vit­um að ein­hverj­ir munu selja frá sér sinn hlut og þess vegna er viðbót­ar­gjaldið til að tryggja að eig­and­inn, þjóðin, fái stærri hlut­deild í því en ella.“, segir Sigurður Ingi. - Ef útgerðaraðili hefur veitt makríl og vill ekki lengur veiða hann, þá á þjóðin, ríkið, að selja hann, því eins og Sigurður Ingi segir líka, „ … að auðlind­ir hafs­ins séu þjóðar­eign er auðvitað eins mik­il­væg í þessu og öðru.“ Það er því ótrúleg ósvinna og eða skortur á hugsanagetu að segja í sömu greininni, að í raun sé eðlilegt að einn aðili selji viðurkenndar eigur annarra, bara af því að góssmangarinn er innan vébanda LÍÚ.

Segjum t.d. að ég leigði íbúð af Sigurði Inga, hans lögmætu eign. Ég leigði hana í tvö ár en vildi svo breyta til og fara í annað hverfi eða landshluta. Væri þá ekki bara eðlilegt að ég seldi íbúðina (hans) og keypti mér aðra fyrir afraksturinn? Það væri að minnsta kosti í takt við þessa nýjustu kokkabók.


mbl.is „Það eru allir á móti þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband