Færsluflokkur: Bloggar
Óstjórn, græðgi eða fíkn
20.1.2015 | 13:14
Skiptir það nokkru máli? - nema ef til vill þegar komið er að því hver á að standa straum af afleiddum sjúkdómum offitu. Þar liggur nefnilega helvíti mikið hundflykki grafið. Því hefur nefnilega verið spáð af raunsæisfólki/svartsýnisfólki (frjálst val), að vestrænt heilbrigðiskerfi muni leggjast á hliðina vegna þessa. Þá verður stutt í að margir (þeir heilbrigðu) fari að krefjast þess að, í stað þess að heilbrigðiskerfi leggist á hliðina, verði offitusjúklingar að bera ábyrgð á sinni stöðu sjálfir ásamt tengdum áunnum sjúkdómum.
![]() |
Þegar amma er dópsalinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilgreiningafræðin
16.1.2015 | 15:30
Ef krakki eða krakkar nudda sífellt öðrum krakka upp úr því að hann sé ansnalegur á einhvern hátt að þeirra mati, telst það einelti. Samfélagskrafan kallar á að eitthvað sé gert í málinu.
Ef það gerist á vinnustað að fullorðinn einstaklingur gerir lítið úr vinnufélaga í viðurvist annarra og endurtekið, heitir það einelti á vinnustað. Sá sem stundar eineltið getur átt von á að missa vinnuna.
Ef fullorðinn einstaklingur ítrekað gefur í skyn við annan einstakling að viðkomandi veki löngun til nánari kynna, þrátt fyrir ítrekaða höfnun, getur sá túlkað það sem kynferðislegt áreyti og kært ásækjandann fyrir kynferðislegt áreyti.
Ef spámaður múslima er ítrekað níddur og hæddur, þrátt fyrir vitneskju um að fátt særi múslima meira, heitir það tjáningafrelsi.
![]() |
Voðaverkin ekki á ábyrgð múslíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Styðja hið óþekkta!
29.11.2014 | 11:09
Það kom fram í fréttum í gær að læknar vilja ekki gefa upp launakröfur sínar. Samt styðja tæp 80% landsmanna kröfur þeirra! Fallegt. Eða hvað? Hvernig er hægt að styðja svo afdráttarlaust, óþekktar launakröfur fólks sem almennt er talið vel launað. Það sem talið er vitað um kröfurnar er að þær eru umtalsvert hærri en öðrum býðst. Mér finnst þessi niðurstaða Capacents athugaverð að því leiti, að hún er fagleg á yfirborðinu, - meira að segja með útlenskt nafn,- að hún sýnir að það er hægt að nota svona fyrirtæki til framdráttar völdum málstað.
![]() |
Tæp 80% styðja kröfur lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)