Er þetta réttmæt orðræða?
2.1.2025 | 19:47
Heiðrún segir strandveiðar í eðli sínu kapphlaup þeirra sem veiða um takmarkað magn af fiski." Þetta er hreint ekki rétt hjá henni. 12 sinnum í mánuði má sækja 774 kg af óslægðum fiski, ekkert kapp þar. Hins vegar; þegar fyrirhugað er að stoppað skuli um ca miðjan mánuð - þá hefst kapp síðustu dagana. Og svo annað: "fiskvinnslur hafa þurft að mæta þessum niðurskurði [í úthlutunum til veiða]". Hengir það við strandveiði rétt eins og vinnslur geti ekki unnið strandveiðfisk. Heiðrún veit fullvel að afli strandveiða fer svo gott sem nýveiddur á markað, þar sem ÖLLUM er frjálst að kaupa í sínar vinnslur og er enginn hörgull á kaupendum, sem svo auka við þessi verðmæti. Þeir sem horfa til framtíðar, þ.m.t. talsmenn SFS, ættu kannski að eiga orðastað við sjávarlíffræðinga og vísindamenn með þekkingu á lífríki hafsins, hvort við Íslendingar ættum ekki öðru fremur, að nytja hafið með eins skaðlitlum verkfærum og mögulegt er. Hvort það geti mögulega styrkt og eflt auðlindina til lengri tíma, í stað þess að sífra yfir því að sjálstæðir einstaklingar, á umhverfisvænsta veiðiflotanum fái að taka þátt.
Rétt að gjalda varhug við strandveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lækkun hér hækkun þar
8.8.2024 | 08:30
Það væri gott ef Viðskiptaráð kæmi með uppsett dæmi um það hvernig ríkiskassinn/samneyslukassinn myndi jafna upp tekjutapið vegna afnáms tolla á innflutningsvörur. Hverja vill Viðskiptaráðið skattleggja móti?
Erlenda stóriðju á Íslandi? Innlenda stóriðju á Íslandi eins og t.d. stórútgerðina? Eða tvöfalda skattlagningu arðgreiðslna yfir 100 milljónir? - Eða kannski bara pöpulinn sem er svo bíræfinn að eiga gamla bíldruslu knúða bensíni eða dísil? Hálfkláraðar hugmyndir eru einsis virði.
Kjúklingabringurnar yrðu 43% ódýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samgöngur eru markaðsmál
6.8.2024 | 08:55
Til margra ára og áratuga hafa samgöngur verið hugsaðar út frá því hversu margir áttu lögheimili við hinn enda þessa eða hins vegarins.
Nú er t.d. mikið fiskeldi á Vestfjörðum sem skapa a.m.k. 3% af þjóðartekjum Íslendinga.
Þingheimur allur vill ekki fyrir nokkurn mun missa ferðaiðnaðinn, þá tekjulind. Þar eru Vestfirðir taldir eiga mikið inni og því fjárkista. Hins vegar eru enn sumir vegir þar búnir til úr mold að miklu leiti og því illnothæfir, hvort sem er fyrir íbúa (sem reyndar virðast ekki tækir sem gildi!), eða fyrir gjaldeyrisöflunarfyrirtækin, fiskeldið og ferðamennskuna né aðra þjónustu og mannlíf íbúa á því svæði.
- Hvernig hljómar hugmynd um lúxushótel með ekkert anddyri (sem sleppt var til "sparnaðar") og gestum því gert að skríða inn um klósettgluggann.
Vestfirðir eru svoleiðis lúxushótel.
Leggur til lausn við samgönguvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
40 ára tilraun - sem virkaði?
25.7.2024 | 11:43
Í 40 ár hefur verið tilraun í gangi þess efnis að byggja upp þorskstofninn í kjölfar þess að ógnarfjöldi togara höfðu skafið botninn í heimkynnum fiskjar við Ísland.
Tilraunarstjórinn, Hafró, segir í raun að tilraunin hafi misheppnast. Svo er það spurning hvort það sé rétt!
Það gengur vissulega vel hjá krókaveiðurum hverskonar.
Næsta tilraun ætti e.t.v. að verða: Í 40% af 40 árum ættu handfæraveiðar að vera frjálsar 40% af árinu (4,8 mán) í 48 daga.
Núverandi veiðar sk. strandveiðbáta er rúm 5% af gisk-kvóta Hafró. Frávik þar, upp eða niður, verða aldrei annað en gisk. Þess vegna þarf að gera tilraunina, annars höldum við bara áfram að trúa því í blindni að giskið sé stórisannleikur.
Ekki gott að tímabilinu sé lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland fremur en Reykjavík
10.7.2024 | 08:07
Vissulega er Reykjavík á Íslandi en Ísland er ekki allt í Reykjavík. Er ekki túristinn bara að horfa í það að Ísland hafi svo margt að bjóða annað en Rvk? Og er það ekki bara gott? Það er stundum talað um að landið allt sé auðlind, og því ber að fagna fremur en harma að auðlindin sé öll nýtt. Ferðamenn aka út á mörkina, auðlindina, Íslandið, þrátt fyrir lélega vegi víða. Um 70% ferðamanna sem koma til landsins taka sér bílaleigubíl til þess að heimsækja Ísland, ekki bara Rvk. Svo hættum skæli og fögnum breyttum aðstæðum. Virkjum vegi landsins og bætum þá, öllum landsmönnum og gestum til ánægjuauka. Ferðaþjónustan mun þá dafna sem aldrei fyrr.
Ferðamenn forðast Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérhönnuð andstyggð
15.6.2024 | 08:52
48 daga kerfið var það nefnt. 12 dagar á mánuði í fjóra mánuði, maí - ágúst. 774 kg af óslægðu í hverri veiðiferð.
Ef það vantar 50 kg upp á "skammtinn" einn daginn, er það að útgerðinni að eilífu tapað. Ef hins vegar er farið 50 kg yfir skammtinn næsta dag, hirðir Fiskistofa það. Ólögmætur sjávarafli er það víst kallað. Þessir tilteknu tveir dagar jafnast þó út sem leyfilegur skammtur stærðfræðilega séð. Hins vegar er refsigleði Fiskistofu, hinnar sjálfstæðu ríkisstofnunar, lítil mörk sett.
Óskað hefur verið eftir skynsamlegri jöfnunarreglu varðandi þetta, þannig að einhverja daga yfir verði jafnað út í næstu túrum. Nei, segir yfirvaldið. Strandveiðinni skal vera gerður eins fráhrindandi umgjörð sem hugsast getur. Krókaveiðar, þar með taldar s.k. strandveiðar teljast þó þær umhverfisvænstu við Íslandsstrendur.
Það má svo sannarlega velta fyrir sér því hreyfiafli sem veldur þessari andstyggð á umhverfisvænsta fiskveiðflota Íslands. Í opinberri umræðu tala þó íslensk yfirvöld mikið um umhverismál af ýmsum toga.
Ástæður fyrir því að sjómenn í strandveiðinni eru undir eða yfir skammtinum eru eflaust margar, en nefna má að minnsta kosti sex stærðarflokka sem margir reyna að glíma við. Menn geta þá verið flokka um borð í allmörg ílát og því erfitt að vigta aflann með augunum. Þetta er þó auðveldara þar sem menn búa við fiskmarkað sem hefur stærðarflokkara. Þá þarf ekki að stærðarflokka um borð því tiltölulega auðvelt að læra á fiskikörin um borð til sjónvigtunar.
Leyfilegur vikuafli; fjórir túrar x 774 kg af óslægðu er 3096 kg. Ef tvo daga væru veidd 800 kg í túr, en hina tvo 748 kg í túr, væri vikuaflinn einnig 3096 kg eins og í fyrra dæminu. Þannig er augljóst að engu skiptir upp á heildarmagnið að þessi sveigjanleiki sé fyrir hendi.
Það blasir því við öllum að andstyggð yfirvalda á umhverfisvænsta veiðiflokknum nær svo langt út fyrir skynsemismörk að furðu sætir. Margir spyrja sig auðvitað hvort þetta sé heimalöguð refsigleði í húsakynnum Fiskistofu eða hvort ordrur komi annarsstaðar frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérhönnuð andstyggð
15.6.2024 | 08:47
48 daga kerfið var það nefnt. 12 dagar á mánuði í fjóra mánuði, maí - ágúst. 774 kg af óslægðu í hverri veiðiferð.
Ef það vantar 50 kg upp á "skammtinn" einn daginn, er það að útgerðinni að eilífu tapað. Ef hins vegar er farið 50 kg yfir skammtinn næsta dag, hirðir Fiskistofa það. Ólögmætur sjávarafli er það víst kallað. Þessir tilteknu tveir dagar jafnast þó út sem leyfilegur skammtur stærðfræðilega séð. Hins vegar er refsigleði Fiskistofu, hinnar sjálfstæðu ríkisstofnunar, lítil mörk sett.
Óskað hefur verið eftir skynsamlegri jöfnunarreglu varðandi þetta, þannig að einhverja daga yfir verði jafnað út í næstu túrum. Nei, segir yfirvaldið. Strandveiðinni skal vera gerður eins fráhrindandi umgjörð sem hugsast getur. Krókaveiðar, þar með taldar s.k. strandveiðar teljast þó þær umhverfisvænstu við Íslandsstrendur.
Það má svo sannarlega velta fyrir sér því hreyfiafli sem veldur þessari andstyggð á umhverfisvænsta fiskveiðflota Íslands. Í opinberri umræðu tala þó íslensk yfirvöld mikið um umhverismál af ýmsum toga.
Ástæður fyrir því að sjómenn í strandveiðinni eru undir eða yfir skammtinum eru eflaust margar, en nefna má að minnsta kosti sex stærðarflokka sem margir reyna að glíma við. Menn geta þá verið flokka um borð í allmörg ílát og því erfitt að vigta aflann með augunum. Þetta er þó auðveldara þar sem menn búa við fiskmarkað sem hefur stærðarflokkara. Þá þarf ekki að stærðarflokka um borð því tiltölulega auðvelt að læra á fiskikörin um borð til sjónvigtunar.
Leyfilegur vikuafli; fjórir túrar x 774 kg af óslægðu er 3096 kg. Ef tvo daga væru veidd 800 kg í túr, en hina tvo 748 kg í túr, væri vikuaflinn einnig 3096 kg eins og í fyrra dæminu. Þannig er augljóst að engu skiptir upp á heildarmagnið að þessi sveigjanleiki sé fyrir hendi.
Það blasir því við öllum að andstyggð yfirvalda á umhverfisvænsta veiðiflokknum nær svo langt út fyrir skynsemismörk að furðu sætir. Margir spyrja sig auðvitað hvort þetta sé heimalöguð refsigleði í húsakynnum Fiskistofu eða hvort ordrur komi annarsstaðar frá.
Strandveiðibátarnir greiða langmest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæð kona
8.6.2024 | 13:04
Þessi kona hefur greinilega sjálfstæða hugsun - og þorir að opinbera það.
Efast um þörf á fleiri virkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Högg eða búbót?
25.1.2024 | 08:28
Þetta hefur eflaust eitthvað að segja fyrir loðnuvinnslur, en mögulega búbót ef aðalfæða þorsksins finnst ekki til veiða. Þorskurinn er líklega naskari í að finna fæðið sem gefur honum mestan vöxt. Loðnuna.
Þetta er áfall fyrir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkusóun
3.12.2023 | 10:02
Eftir nýútkomna skýrslu um mögulegan 8% sparnað í rafkerfinu kemur svona frétt spánskt fyrir sjónir. Landeldi á laxi er nefnilega afar orkufrekt og því þvert á allt sem myndi kallast skynsamleg nýting raforku.
Laxey opnar seiðaeldisstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)