Iðandi líf, nútíð og framtíð

Vísindamaðurinn Michelle Lorraine hefur komist að þeirri niðurstöðu að hið iðandi líf kalkþörungabreiðanna skipti máli fyrir lífríki hafsins. Lífríki sem vistar helstu ungviði nytjastofna þjóðarinnar. Einhverskonar vöggustofu fyrir framtíðina ekki síst framtíð þjóðarinnar, rétt eins og "manneldi" þarf lífeldið sínar aðstæður. Getur íslensk fræðasamfélag, umhverfisfélög og stofnanir horf framhjá þessari niðurstöðu. Flestum þeim sem hafa skðun á lífríki heimsins, finnst skelfilegt til þess að hugsa að kóralarif heimsins geti skaðast vegna súrnun sjávar. Er hægt með góðri samvisku að skella skollaeyrum við því að þúsundum tonna af kalkþörungum sé árlega mokað upp úr islenskum fjörðum, og eyðileggja þannig styðjandi lifríki sem hefur tekið þúsundir ára að byggjast upp? Er kannski bara þægilegast að hafa bara ekki "tekið eftir" þessum vísindamanni, eða öllu heldur þessari vísindalegu niðurstöðu?


mbl.is Kalkþörungabreiðurnar eru iðandi af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband