Umhverfissóðakaffi

það er með ólíkindum í allri umhverfisumræðu nútímans að Íslendingar skuli kaupa þetta umhverfissóðalega kaffi. Við lögun á einum einasta kaffibolla fer í ruslið ein áldolla. Fyrirtækið sem selur þetta sóðakaffi reynir þó að skreyta sig og sína vöru með skáldrökum. Þau eru: að hægt sé að endurvinna álið. Vissulega er tæknilega hægt að endurvinna það. Það er bara engin vissa um að það sé gert, fyrir utan það að endurvinnsla er í raun umhverfissóðaskapur í samhengi við það að hægt er laga kaffi án þessa tilleggs á ruslahauga heimsins sem Nespresso leggur fram með dyggri aðstoð vanhugsandi Íslendinga.


mbl.is Selja 25 þúsund kaffihylki á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband