Atvinnuöryggi stjórna lífeyrissjóða

Að greiða í lífeyrissjóð er skylda samkvæmt lögum. Lágmarksstærð sveitarfélaga er bundin í lög. Lífeyrissjóðir og tilvist þeirra er byggist á skyldum launþega gagnvart bákninu. Það má kalla það vesældarlegð aðgerð ríkisstjórnarinnar að láta sér ekki detta neitt annað í hug til að styrkja afkomu sjóðanna en það að fólk fái ekki greitt úr sinni eign fyrr en þremur árum nær grafarbakkanum en nú er. Til dæmis væri hægt ef vilji og væri fyrir hendi, sem er greinilega ekki, að skoða hítina við þessa sjóði. Stjórnunarkostnaður við lífeyrissjóði hinnar örsmáu þjóðar er þúsund milljónir á mánuði. Það er ein þriggja herbergja íbúð á hverjum degi ársins.

Það er hægt að setja lög um stærð lífeyrissjóða til að lágmarka rekstrarkostnað þeirra. En, ónei. Báknið skal kjurt! Það þarf víst að tryggja afkomu kvenna og karla sem sitja í stjórnum þessara sjóða. Hin nýja ríkisstjórn er því að gefa það út, fyrir hverja sjóðirnir séu. Þeir eru ekki fyrir eigendur þeirra, þeir eru til fyrir það fólk sem er í vinnu hjá eigendum þeirra.

Takk fyrir að láta okkur vita af afstöðu ykkar, kæra ríkisstjórn.


mbl.is Lífeyrisaldur hækkar í 70 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það er merkilegt að unga fólkið skuli ekki neita að borga þessa skattheimtu til hand nokkrum  smákóngum sem lifa í lystisemdum pragtuglega á kostnað launþga 

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.12.2017 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband