Umræðubann á efahyggjufólk

Já, ég skrifaði efahyggjufólk. Jafnvel þótt sanntrúaðir og "rétthugsandi" vilji alls ekki nota annað orð en afneitunarsinni, og þó efahyggjufólk kalli sig efahyggjufólk, þá láta hinir sanntrúuðu ekki beygja sig, móbrúnt skal vera svart ef það telst betra.

Ég las Draumaland Andra á sínum tíma og þótti hún athyglisverð. Sú nýja er vonandi lofsins verð. En illilega bregður manni þegar rithöfundurinn leggur mál sitt þannig upp að engu líkara er en hann sé bara ekkert á móti ritskoðun í opinberri umræðu. Þegar það kallast ábyrðarhluti að leyfa fleiri en einni rödd að heyrast um málefni líðandi stundar, gæti það bara gerst að slíkt draumaland gæti orðið að veuleika. Ein þjóð, einn sannleikur. En sannleikur hvers?

Með þessari athugasem er ég ekki að segja að þjóð vor eigi ekki að hugsa um hnattheilbrigði. Síður en svo. Satt að segja væri mér slétt sama þótt settur væri flugkvóti á landið. Að hver Íslendingur mætti aðeins fljúga til útlanda annað hvert ár. Að skemmtiferða skipum væri óheimilt að sigla innan tólf mílna lögsögu. Eða jafnvel að erlendur ferðamannafjöldi verði hámarkaður við við t.a.m. tvöfaldan íbúafjölda landsins á ári. Framansagt hefði áhrif.

Uræðan um co2 snýst og hefur aðallega snúist um að íslenskur almenningur taki strætó, gangi eða hjóli á milli staða, en skammist sín og hafi magasærandi samviskubit ella.


mbl.is Óboðleg umræða afneitunarsinnna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég treysti vísindamanninum Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi miklu frekar en einhverjum dreng sem lifir á rithöfundalaunum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2019 kl. 17:25

2 identicon

Andri treystir semsagt bara vísindamönnum með "rétta" skoðun á þessu máli..

Þvílikur vitleysingur, hann ætti kannski að líta á eigin barm verandi í bókasölu, öll tréin sem fara í það samkvæmt trúarbrögðunum hans hlýtur ekki að vera gott.

Halldór (IP-tala skráð) 29.11.2019 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband