Tvískinnungur syndaaflausnarinnar

Bensín- og díselbílaeigendur leggja til 3 prósent kolefnismengunar á Íslandi en borga nú þegar 90 prósent af álögðum gjöldum vegna þessa. Að fara síðan fram á að þeir hinir sömu bíleigendur gefi meira í þennan sama málaflokk er alger firra, - til að kaupa auka-syndaaflausn. Til að kaupa hverjum rós í hnappagatið? Það að eiga bíl, gerir mann ekki sjálfkrafa að stóreignamanni sem munar ekki neitt um nýjar álögur. – Sumir velja þöggunaraðferðina varðandi barnaþrælkunina í Kongó, þaðan sem megnið af kóbaltinu kemur og er nauðsynlegt í rafhlöður batterísbílanna. Allt í lagi að stuðla að níðingsskap á börnum og fullorðnum í Kongó, svona til að við fáum okkar syndaaflausn, eða hvað? Og ekki nóg með það, náttúruspjöll eru gríðarleg við þetta kóbaltnám í Kongó (þó umræðan eigi að flokkast um náttúruvernd). En hvað, þetta er nú bara Kongó! Skondið, í ljósi þess að stutt er síðan vér Íslendingar vildum henda á haugana endurútgáfu af bókinni Negrastrákarnir, í heilagri vandlætingu yfir vanvirðingunni á Afríkumönnum. – Já, hún virðist valkvæð virðingin.


mbl.is Geta kolefnisjafnað eldsneytiskaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

Bensín- og díselbílaeigendur leggja til 6 prósent kolefnismengunar, en ekki 3 eins og ég hafði slegið inn í klaufaskap. Asakið það.

Arnar Guðmundsson, 31.5.2019 kl. 20:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er frábær pistill hjá þér, Arnar, ég ætla að vísa á hann á Facebók.

En það er lítið mál fyrir þig að leiðrétta í textanum: 3 ----> 4 !

Með þakklæti,

Jón Valur Jensson, 1.6.2019 kl. 01:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég meina auðvitað: 3 ----> 6 !

Jón Valur Jensson, 1.6.2019 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband