Rétttrúnaðar refsigleði
19.12.2017 | 13:41
Rétttrúnaðurinn á að bílar séu að gera út af við líf á jörðinni er greinilega orðinn að sjúklegu hatri í garð bíleigenda og ríkri þörf til að refsa þeim fyrir að nota þessa eign sína.
Endalaust er bætt í refsinguna. Ég segi refsingu, vegna þess að þetta er ekki neyslustýring. Í neyslustýringu þarf að vera var um eitthvað annað. Það er bara ekkert annað raunverulegt val. Rafbíll segir einhver! Það eru sárafáir sem hafa aðstöðu fyrir rafbíl. En margir eru þeir sem slíkur bíll gagnast ekki nema sem aukatæki. Það er enn síður á allra færi.
Lithium rafhlöður rafbíla eru mengandi frá upphafi til ja, hvað? enda? Engin lausn er enn á því hvað skal gera við rafhlöður að loknum notkunartíma þeirra.
Eldsneytislítrinn mun hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hætt við að þetta sé rétt að byrja. Á næstunni verða lagðar alls kyns álögur á almenning í nafni umhverfisverndar og þess, að stjórnvöld telja sig geta stjórnað veðurfari á jörðinni. Mesta andskotans rugl, sem um getur, en búið að hamra þessu inn í hausinn á fólki með ófyrirleitnum áróðri.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.12.2017 kl. 15:13
Arnar.
Ég hnaut um þá fullyrðingu í pistli þínum að engin lausn væri á, hvað gera skyldi við Li rafhlöður eftir að notkun þeirra lýkur.
Hér er grein sem fjallar um þetta mál: Rise of electric cars poses battery recycling challenge - Financial Times
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.12.2017 kl. 18:00
Sæll Hörður
Ég sá nú ekki í fljótu bragði umfjöllunarefnið með því að nota slóð þín. Eflaust keppast andstæðar fylkingar við að sýna fram á „sinn sannleika“.
Hér er ein slík:
https://www.theguardian.com/sustainable-business/2017/aug/10/electric-cars-big-battery-waste-problem-lithium-recycling
Kv.
Arnar Guðmundsson, 19.12.2017 kl. 18:21
Sæll Arnar.
Ég verð nú að segja það sama og þú, ég komst ekki aftur inn á þessa síðu, en þar sagði, eitthv. á þá leið, að erfiðleikar við endurvinnslu stöfuðu m.a. af mismunandi gerð rafhlaðnanna. Þá muni magn ónýtra Li rafhlaðna margfaldast á næstu árum og framtíðarnotkun þeirra hljóti að byggjast á lausn vandamála varðandi endurnýtinguna.
M. kv. Hörður Þormar
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.12.2017 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.