Baráttan um aðstöðutekjurnar

Framlag bæjarstjóra Garðabæjar sýnir held ég líka hvað hangir á spítunni umfram hvað er heppilegt og hagkvæmt; nefnilega það að öll sveitarfélög væru eflaust til í að fá svona feitan bita til sín. Staðsetning slíkrar stóriðju sem landspítali er, hlýtur að gefa í kassann. Þess vegna held ég að borgarstjórn Reykjavíkur megi ekki til þess hugsa að fá alvöru umræðu um þetta. - Vífilsstaðir er fínn staður - fyrir íbúðabyggð. Höfuðborgarmiðjan er við Elliðaárvog. Við fullbyggt Vogahverfi, fullbyggt Bryggjuhverfið við Elliðaárvog, fullbyggt Úlfarsárhverfi, verður höfuðborgarmiðjan komin enn austar. Þess vegna eru flatirnar upp af- og austur af Bauhaus, vestan við Úlfarsfell mjög ákjósanlegur staður. Gott byggingarland að auki.


mbl.is Breyta þarf ákvörðuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðstöðugjöld voru aflögð fyrir löngu síðan og ríkisstofnanir greiða ekki skatta til sveitarfélagsins af eins og ef um fyrirtæki væri að ræða. Hagnaður Garðabæjar væri því lítill af sjálfu sjúkrahúsinu. En kannski mundi hálaunaða heilbrigðisstarfsfólkið flytja í Garðabæinn og auka þar skatttekjur....eða Kópavog taki sjúkrahúsið land sem væri annars fínn staður fyrir íbúðabyggð.

Gústi (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband