Keypt skoðun frá útlöndum

það er aðeins eitt um þessa keyptu skoðun Sigurðar Gísla Pálmasonar að segja: vonandi hafa þetta verið hagkvæm kaup fyrir hann. Hins vegar ef maður vill horfa til náttúruvænleika við gerð nýs vegar, hefur maður hann sem stystan. Hagkvæmni vegagerðar byggist á framkvæmdakostnaði, viðhaldskostnaði, notendakostnaði og orkunýtingu til langs tíma. Hin keypta niðustaða S.G.P. frá útlöndum fær falleinkun í þessum þáttum. Hönnun Vegagerðarinnar stenst þessa þætti.

Allir hafa sína sýn á náttúruna. Sigurður Gísli hefur sína, ég mína. Mín sýn er í takt við það sem umhverfisráðherra vor hefur sett á blað; að náttúran geti verið verðmæt á þann hátt að landsmenn og gestir geti notið hennar, verið í henni og fundið hana umlykja sig. Það uppfyllir Teigskógarleið Vegagerðarinnar því hún opnar aðgengi að fögru landsvæði Hallsteinsness. Hin keypta niðurstaða S.G.P. heldur þessu fagra svæði lokuðu og óaðgengilegu; "einnarfjölskyldusvæði". 

Landið okkar Ísland. Þetta heyrist oft. Er það okkar allra í raun eða kannski land hinna fáu sem ráða furðu oft, í raun, hvernig við nýtum og njótum landsins "okkar", Íslands.


mbl.is Deilt um ágæti nýju brúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband