Færsluflokkur: Bloggar
Ísland fremur en Reykjavík
10.7.2024 | 08:07
Vissulega er Reykjavík á Íslandi en Ísland er ekki allt í Reykjavík. Er ekki túristinn bara að horfa í það að Ísland hafi svo margt að bjóða annað en Rvk? Og er það ekki bara gott? Það er stundum talað um að landið allt sé auðlind, og því ber að fagna fremur en harma að auðlindin sé öll nýtt. Ferðamenn aka út á mörkina, auðlindina, Íslandið, þrátt fyrir lélega vegi víða. Um 70% ferðamanna sem koma til landsins taka sér bílaleigubíl til þess að heimsækja Ísland, ekki bara Rvk. Svo hættum skæli og fögnum breyttum aðstæðum. Virkjum vegi landsins og bætum þá, öllum landsmönnum og gestum til ánægjuauka. Ferðaþjónustan mun þá dafna sem aldrei fyrr.
![]() |
Ferðamenn forðast Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérhönnuð andstyggð
15.6.2024 | 08:52
48 daga kerfið var það nefnt. 12 dagar á mánuði í fjóra mánuði, maí - ágúst. 774 kg af óslægðu í hverri veiðiferð.
Ef það vantar 50 kg upp á "skammtinn" einn daginn, er það að útgerðinni að eilífu tapað. Ef hins vegar er farið 50 kg yfir skammtinn næsta dag, hirðir Fiskistofa það. Ólögmætur sjávarafli er það víst kallað. Þessir tilteknu tveir dagar jafnast þó út sem leyfilegur skammtur stærðfræðilega séð. Hins vegar er refsigleði Fiskistofu, hinnar sjálfstæðu ríkisstofnunar, lítil mörk sett.
Óskað hefur verið eftir skynsamlegri jöfnunarreglu varðandi þetta, þannig að einhverja daga yfir verði jafnað út í næstu túrum. Nei, segir yfirvaldið. Strandveiðinni skal vera gerður eins fráhrindandi umgjörð sem hugsast getur. Krókaveiðar, þar með taldar s.k. strandveiðar teljast þó þær umhverfisvænstu við Íslandsstrendur.
Það má svo sannarlega velta fyrir sér því hreyfiafli sem veldur þessari andstyggð á umhverfisvænsta fiskveiðflota Íslands. Í opinberri umræðu tala þó íslensk yfirvöld mikið um umhverismál af ýmsum toga.
Ástæður fyrir því að sjómenn í strandveiðinni eru undir eða yfir skammtinum eru eflaust margar, en nefna má að minnsta kosti sex stærðarflokka sem margir reyna að glíma við. Menn geta þá verið flokka um borð í allmörg ílát og því erfitt að vigta aflann með augunum. Þetta er þó auðveldara þar sem menn búa við fiskmarkað sem hefur stærðarflokkara. Þá þarf ekki að stærðarflokka um borð því tiltölulega auðvelt að læra á fiskikörin um borð til sjónvigtunar.
Leyfilegur vikuafli; fjórir túrar x 774 kg af óslægðu er 3096 kg. Ef tvo daga væru veidd 800 kg í túr, en hina tvo 748 kg í túr, væri vikuaflinn einnig 3096 kg eins og í fyrra dæminu. Þannig er augljóst að engu skiptir upp á heildarmagnið að þessi sveigjanleiki sé fyrir hendi.
Það blasir því við öllum að andstyggð yfirvalda á umhverfisvænsta veiðiflokknum nær svo langt út fyrir skynsemismörk að furðu sætir. Margir spyrja sig auðvitað hvort þetta sé heimalöguð refsigleði í húsakynnum Fiskistofu eða hvort ordrur komi annarsstaðar frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérhönnuð andstyggð
15.6.2024 | 08:47
48 daga kerfið var það nefnt. 12 dagar á mánuði í fjóra mánuði, maí - ágúst. 774 kg af óslægðu í hverri veiðiferð.
Ef það vantar 50 kg upp á "skammtinn" einn daginn, er það að útgerðinni að eilífu tapað. Ef hins vegar er farið 50 kg yfir skammtinn næsta dag, hirðir Fiskistofa það. Ólögmætur sjávarafli er það víst kallað. Þessir tilteknu tveir dagar jafnast þó út sem leyfilegur skammtur stærðfræðilega séð. Hins vegar er refsigleði Fiskistofu, hinnar sjálfstæðu ríkisstofnunar, lítil mörk sett.
Óskað hefur verið eftir skynsamlegri jöfnunarreglu varðandi þetta, þannig að einhverja daga yfir verði jafnað út í næstu túrum. Nei, segir yfirvaldið. Strandveiðinni skal vera gerður eins fráhrindandi umgjörð sem hugsast getur. Krókaveiðar, þar með taldar s.k. strandveiðar teljast þó þær umhverfisvænstu við Íslandsstrendur.
Það má svo sannarlega velta fyrir sér því hreyfiafli sem veldur þessari andstyggð á umhverfisvænsta fiskveiðflota Íslands. Í opinberri umræðu tala þó íslensk yfirvöld mikið um umhverismál af ýmsum toga.
Ástæður fyrir því að sjómenn í strandveiðinni eru undir eða yfir skammtinum eru eflaust margar, en nefna má að minnsta kosti sex stærðarflokka sem margir reyna að glíma við. Menn geta þá verið flokka um borð í allmörg ílát og því erfitt að vigta aflann með augunum. Þetta er þó auðveldara þar sem menn búa við fiskmarkað sem hefur stærðarflokkara. Þá þarf ekki að stærðarflokka um borð því tiltölulega auðvelt að læra á fiskikörin um borð til sjónvigtunar.
Leyfilegur vikuafli; fjórir túrar x 774 kg af óslægðu er 3096 kg. Ef tvo daga væru veidd 800 kg í túr, en hina tvo 748 kg í túr, væri vikuaflinn einnig 3096 kg eins og í fyrra dæminu. Þannig er augljóst að engu skiptir upp á heildarmagnið að þessi sveigjanleiki sé fyrir hendi.
Það blasir því við öllum að andstyggð yfirvalda á umhverfisvænsta veiðiflokknum nær svo langt út fyrir skynsemismörk að furðu sætir. Margir spyrja sig auðvitað hvort þetta sé heimalöguð refsigleði í húsakynnum Fiskistofu eða hvort ordrur komi annarsstaðar frá.
![]() |
Strandveiðibátarnir greiða langmest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæð kona
8.6.2024 | 13:04
Þessi kona hefur greinilega sjálfstæða hugsun - og þorir að opinbera það.
![]() |
Efast um þörf á fleiri virkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Högg eða búbót?
25.1.2024 | 08:28
Þetta hefur eflaust eitthvað að segja fyrir loðnuvinnslur, en mögulega búbót ef aðalfæða þorsksins finnst ekki til veiða. Þorskurinn er líklega naskari í að finna fæðið sem gefur honum mestan vöxt. Loðnuna.
![]() |
Þetta er áfall fyrir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkusóun
3.12.2023 | 10:02
Eftir nýútkomna skýrslu um mögulegan 8% sparnað í rafkerfinu kemur svona frétt spánskt fyrir sjónir. Landeldi á laxi er nefnilega afar orkufrekt og því þvert á allt sem myndi kallast skynsamleg nýting raforku.
![]() |
Laxey opnar seiðaeldisstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnubótavinnan verði aflögð
31.7.2023 | 11:07
Það er með ólíkindum að sjá að enn eigi að styrkja Stykkishólm með því að ríkið haldi uppi rándýrri atvinnubótavinnu í Stykkishólmi sem felst í því að halda uppi samgöngum við Vestfirði. Kannski voru Vestfirðir einhverntíma eyja, en er það vissulega ekki í dag. Þetta atvinnubótastúss ríkisins við Hólmara er algerlega galið. Þetta er gert á sama tíma og ríkið frestar þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar sem myndu stórbæta samgöngur við Vestfirði. Samgöngur á landi, alla daga, allan sólarhringinn. Kannski var frestunin til þess að styðja við atvinnubótavinnu ríkisins/Vegagerðarinnar í Stykkishólmi. Kannski telur ríkið/Vegagerðin Stykkishólm svo aumt byggðarlag að það sé réttlætanlegt að aftra þróun í samgöngum við Vestfirði með gamaldags ríkis-ferjurekstri, sem er svo tekið úr vasa Vegagerðarinnar! Hvað þýðir annars orðið VEGAGERÐ?
![]() |
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstöðufullyrðing er röng
1.6.2023 | 09:57
Samstaða á einhverjum fámennum fundum er alls ekki það samstaða sé á milli strandveiðisjómanna um að gefa eftir 4 veiðidaga á yfirstandandi vertíð. Hreint ekki. Satt að segja er þetta baneitruð atlaga að strandveiðsjómönnum. Barátta sem byggir á eftirgjöf virðist snúast meira um að forsvarsmenn grúppa nái einhverju fram og þá aukaatriði hvort það snúist um ávinning eða tap. Bara að komast á spjöldin. Mér er sem ég sjái það í annarri kjarabaráttu að forysta launþega bjóði launalækkun til að komast í vöfflurnar.
Að auki gefur þetta til kynna að strandveiðisjómenn séu tilbúnir í að slaka á því sjálfsagða, að hafa sína 48 daga, kerfi sem búið var til og samþykkt á hinu háa Alþingi. En það eru þeir alls ekki. Og það er bara alls ekki samþykkt að þessi atlaga sé samþykkt af fjöldanum.
Að auki ættu allir flokkar á þingi að vinna að að minnsta kosti 50 veiðdögum fyrir strandveiðisjómenn. Vegna þess að það væri í anda þess að Íslendingar/íslenskum stjórnvöldum sé í mun að vera umhverfislega þenkjandi, á jákvæðan hátt. Stjórnvöld gætu hampað því að stíga skref í því að gera fiskveiðar umhvefisvænni. Til þess þarf í raun sáralítið að gera; bara að segja já, við lögfestum 50 daga á ári.
Þetta gæti líka verið jákvætt fyrir togara og dragnótarskip, því botndrægu veiðarfærin munu aldrei sigrað neinn áfanga í umhverfis- og lífríkisumræðu hafsins. Þar mundu fiskveiðar með kyrrstæðum veiðarfærum alltaf standa framar.
![]() |
Leggja til fækkun strandveiðidaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iðandi líf, nútíð og framtíð
24.4.2023 | 20:20
Vísindamaðurinn Michelle Lorraine hefur komist að þeirri niðurstöðu að hið iðandi líf kalkþörungabreiðanna skipti máli fyrir lífríki hafsins. Lífríki sem vistar helstu ungviði nytjastofna þjóðarinnar. Einhverskonar vöggustofu fyrir framtíðina ekki síst framtíð þjóðarinnar, rétt eins og "manneldi" þarf lífeldið sínar aðstæður. Getur íslensk fræðasamfélag, umhverfisfélög og stofnanir horf framhjá þessari niðurstöðu. Flestum þeim sem hafa skðun á lífríki heimsins, finnst skelfilegt til þess að hugsa að kóralarif heimsins geti skaðast vegna súrnun sjávar. Er hægt með góðri samvisku að skella skollaeyrum við því að þúsundum tonna af kalkþörungum sé árlega mokað upp úr islenskum fjörðum, og eyðileggja þannig styðjandi lifríki sem hefur tekið þúsundir ára að byggjast upp? Er kannski bara þægilegast að hafa bara ekki "tekið eftir" þessum vísindamanni, eða öllu heldur þessari vísindalegu niðurstöðu?
![]() |
Kalkþörungabreiðurnar eru iðandi af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sniðganga móðgunargjarna menningarheima
14.3.2023 | 08:07
Það er kannski skárst í ljósi þeirrar móðgunarfýlu sem liggur yfir listalífi Reykjavíkur, að taka þá stefnu að sýna aldrei aftur verk sem birta sýn inn í aðra menningarheima.
![]() |
Laufey og sendiherra Japan gagnrýna sýningu óperunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)