Jafnvægi og heilagleiki
10.8.2018 | 13:54
Hvers vegna skyldi eitt dýr vera heilagra öðrum?
Hvers vegna skyldum við marka ójafna nýtingu loft-, lands- og lagardýra?
Hver eru rökin?
Gáfur?
Ljótleik/fegurð?
Hljóð?
Lykt?
Átrúnaður?
Sjálfbærni: ekki spurning!
Veiðum hval!
Það er ekkert rangt við þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bull og þvaður
24.7.2018 | 09:17
Verður innflutt MAGGI pakkasúpa íslensk við það að hún sé hituð upp á Íslandi? Nei, að sjálfsögðu ekki! Það sama gildir um þetta innflutta hafraþykkni sem blandað er í íslenskt vatn og sett í innfluttar umbúðir.
Íslensk jurtamjólk í búðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keypt skoðun frá útlöndum
29.6.2018 | 09:26
það er aðeins eitt um þessa keyptu skoðun Sigurðar Gísla Pálmasonar að segja: vonandi hafa þetta verið hagkvæm kaup fyrir hann. Hins vegar ef maður vill horfa til náttúruvænleika við gerð nýs vegar, hefur maður hann sem stystan. Hagkvæmni vegagerðar byggist á framkvæmdakostnaði, viðhaldskostnaði, notendakostnaði og orkunýtingu til langs tíma. Hin keypta niðustaða S.G.P. frá útlöndum fær falleinkun í þessum þáttum. Hönnun Vegagerðarinnar stenst þessa þætti.
Allir hafa sína sýn á náttúruna. Sigurður Gísli hefur sína, ég mína. Mín sýn er í takt við það sem umhverfisráðherra vor hefur sett á blað; að náttúran geti verið verðmæt á þann hátt að landsmenn og gestir geti notið hennar, verið í henni og fundið hana umlykja sig. Það uppfyllir Teigskógarleið Vegagerðarinnar því hún opnar aðgengi að fögru landsvæði Hallsteinsness. Hin keypta niðurstaða S.G.P. heldur þessu fagra svæði lokuðu og óaðgengilegu; "einnarfjölskyldusvæði".
Landið okkar Ísland. Þetta heyrist oft. Er það okkar allra í raun eða kannski land hinna fáu sem ráða furðu oft, í raun, hvernig við nýtum og njótum landsins "okkar", Íslands.
Deilt um ágæti nýju brúarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Batterísbílatrúboðið - slæm syndaaflausn
12.6.2018 | 13:44
Guðmundur Ingi umhvefisráðherra ákveður að líta framhjá gríðarlegum umhverfisspjöllum í löndum eins og Kongó, þaðan sem mest af ört þverrandi kóbalti heimsins kemur, en það er eitt aðalefnið í batterí rafbíla.
Hann lítur líka fram hjá gríðarlegu ofbeldi og glæpum þar (Kongó) tengdu kóbaltnáminu.
Hann lítur líka fram hjá barnaþrælkun og skefjalausum mannréttindabrotum vegna kóbaltsins.
Hann lítur líka fram hjá því að ekki hefur fundist nein hrein leið til að endurvinna eða farga ónýtum bílabatteríum.
Bensín- og díselbílaeigendum refsar hann grimmilega til að taka þátt í umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum til að útvega okkur vonlaus lithíumbatteri.
Bensín- og díselbílaeigendur eru nógu góðir til að niðurgreiða innkaup og notkun batterísbílanna.
Bensín- og díselbílaeigendur eru líka nógu góðir til að standa undir vegagerð landsmanna og þar með taldir hjóla- og göngustígar.
Batterísbíll sem þó er ónothæfur til að draga kerrur og aftanívagna, kostar tvöfalt meira í innkaupum en bensín- eða díselbíll. Þannig er hvatt til gjaldeyrisútstreymis í stað þess að nýta það lengur sem þegar hefur verið settur gjaldeyrir í. Bensín- og díselbíla sem sé. Eyðslustefnan er fyrirskipuð sem dyggð samkvæmt ritúali umhverfisráðherra! Í þessa þegar keyptu bíla er auðvitað búið að nota heilmikið af hvers kyns hráefnum og náttúruauðlindum. Reyndar í útlöndum og telst því kannski ekki með!
Það þætti skrýtið að banna sorphirðu af því að sorp sé í sjálfu sér óumhverfisvænt. Á þessum slóðum er rafbílaofforsið nú. Allt er leyfilegt í trúarbragðastríði, eða hvað?
Rafbíll er þó að mörgu leiti spennandi þróunarverkefni og margt í pípunum þar. Sumir segja að rafmagnsbíllinn verði ekki tilbúinn sem alvöru söluvara fyrr en eftir 3-5 ár. Sumir segja 10 ár.
Er ekki ágætt að hafa sig hægan á þróunartímabilinu?
Ef þessi lestur var leiðinlegur, þá er hér skemmtiefni:
http://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/skuggahlidar-rafbilavaedingarinnar/18385/
http://www.visir.is/g/2018180529501
http://www.dv.is/frettir/2018/05/29/mord-og-mannrettindarbrot-simanum-thinum/
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/19/haetta_lifi_sinu_fyrir_rafhlodur/
http://www.ruv.is/frett/barnathraelkun-knyr-snjallsima-og-tolvur
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP57036
Mikill ávinningur af rafbílavæðingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyðilegging eins fegursta kennileitis Reykjavíkur
6.4.2018 | 07:30
Fallegar borgir eiga sér kennileiti. Tvö af kennileitum Reykjavíkur eru Sjómannaskólinn og Háteigskirkja, mjög fallegar og áberandi báðar tvær. Það væru slæm og óafturkræf mistök að eyðileggja þessi kennileiti. Eitt er þétting byggðar, en þetta eru skemmdarverk í nafni réttrúnaðarstefs þar sem ekki er hvikað frá þéttistefninu og engu eirt. Þetta er í raun svæði sem ætti að vernda, a.m.k. þangað til einhver frábær hugmynd kemur fram um nýtingu þessa svæðis. - Núverandi hugmynd - plan, er afleit.
Skipuleggja byggð á tveimur reitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðsluskylda að 18 ára
27.3.2018 | 08:24
Nú hafa menn verið ákafir í því á Alþingi að ungmenni séu nógu fullorðin og þroskuð að sjálfsagt sé að 16 ára gömul sé þau nógu þroskuð og sjálfstæðir einstaklingar að þau séu til þess bær að taka þátt í stýringu samfélagsins, þ.e.a. með því að kjósa strax í vor í sveitastjórnakosningum. Sem sagt að þau verði ekki börn lengur. Því ætti ekki að vera fræðsluskylda lengur fyrir hendi fyrir eldri en 16 ára. Þá sömuleiðis að sjálfsagt sé að vísa eldri en 16 ára úr skóla ef þau spilla öðru skólastarfi. Skólastarf er verðmætt og á því að umgangast það sem verðmæti og af fullri virðingu. Skólastarf ætti í raun að líta á sem takmarkaða auðlind og sú afstaða að allt þurfi að gera til að halda ungmennum í skóla minnkar virðingu fyrir auðlinfinni.
Hægt verði að vísa úr skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagshyggju fimm millur
26.3.2018 | 10:13
400 milljónir rukkaði félagshyggjustjórn Reykjavíkur Búseta fyrir þessa lóð. Búseti er það sem félagshyggjan kallar eftir; öruggar leiguíbúðir.
400 milljónir fyrir 78 íbúðir.
Það gerir fimm milljónir á hverja íbúð sem félagshyggjan leggur á væntanlega leigjendur þessara íbúða. Hef ég eitthvað misskilið félagshyggjuna?
Leyndur galli í lóð í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýrrar hugsunar þörf
17.1.2018 | 22:20
Það er að á þetta sé bent. Þessir tíglar eru algert klúður, fyrir nú utan það að sums staðar eru þeir aðeins örfáa metra frá þessum venjulegu vegahindrunum. Það er í raun allsérstakt að verja fjármunum í að gera góða vegi, spandera svo heilmiklum peningum í að gera þá að illfærum. Sumar þessarra vegahindrana eru búnar til úr handhlöðnum smásteinum og endast mjög illa. Einnig hljóta þær að vera til trafala og tjóns við snjóhreinsun gatna og endurnýjun malbiks hlýtur að vera flóknara og dýrara. Fyrir allan þennan aukakostnað er eflaust hægt að koma upp mörgum virkum hraðamyndavélum. Þannig verði þeim refsað sem brjóta hraðamörk. Í dag hljóta llir refsingu við keyra þessa mannskemmdu vegi. Breytinga þarf að verða á.
Sveigja á milli hraðahindrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þúsundkallar
12.1.2018 | 16:15
Þúsundkallar, flestir í eigu þúsund kvenna og kalla. Aldeilis frábært, ekki satt? Í nýju skipulagi fyrir Skeifusvæðið í Reykjavík á að bæta við miklu byggingamagni, þar á meðal 350 íbúðum. Ef 3,3 að meðaltali búa í hverri íbúð eru það þúsund kallar og konur. En þessi umræddu þúsundkallar og konur verða sennilega ekki búsettir þar. Þó er skeifa lukkutákn.
Húsnæði hækkað úr 17% í 33% í VNV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til lykke Løkke
3.1.2018 | 15:06
Flott framtak hjá Lars Løkke. Ráðast að rótunum það sem ætti að virka.
Ætlar að loka gettóum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)