Er dragnót saklaust veiðarfæri?

Á Wikipedíu segir að líkur séu á því að dragnót eigi þátt lakari afkomu sandsílis. 

 

Í Arnarfirði köstuðu menn dragnót upp í kanta og drógu svo út á dýpið. Mikið var um að hörpuskel kæmi upp með dragnótinni, hörpuskelinni svo hent í sjóinn aftur fjarri sínu kjörsvæði.

 

Árið 2021 bönnuðu bretar rúmlega 260 þúsund ferkílómetra hafsvæði utan við Sussex verið friðað fyrir troll og dragnóta/snurvoðarveiðum. Vonast er til að með stöðvun veiðanna muni þangskógarnir og hrygningarstöðvar ýmissa lífvera og fisktegunda ná að jafna sig eftir áratuga slæma meðferð.

 

Svo er líka það sem vert er að skoða; er það eðlilegt og sjálfsagt að dragnótaskip spilli fyrir veiðum fjölda annarra smáútgerða, sem teljast þó þær vistvænustu sem völ er á? Eru næg rök fyrir því dragnótaskipið hafi fengið góð ýsuköst þar?


mbl.is Ósammála framkvæmdastjóra FISK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brottkast eða slepping?

Það er athyglisvert að skoða þennan lista. Þar er talað um að sleppa skuli tilgreindum tegundum, væntanlega til þess að þær geti lifað áfram, dafnað og eflt sinn stofn. Ef hins vegar tegundin þorskur sé veiddur á krók á handfærabáti heita allar sleppingar "brotttkast", og telst glæpsamlegt. Á handfærabáti eru þó bestar líkur á að meta hvort smáþorskur sé lífvænlegur til sleppingar. Smáþorskur er léleg markaðsvara og slök auðlindanýting, en er grunnur að stærri og verðmeiri vöru fái hann að lifa áfram. En nei, hann skal drepinn samkvæmt lögum. Og sá sem svíkst um að drepa hann verður þannig afbrotamaður og skal sæta refsingar.


mbl.is Mikilvægt að sjómenn þekki lög um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta nokkuð við í íslenskri landhelgi?

Óþægilegar staðreyndir hafa alloft dúkkað upp varðandi notkun veiðarfæra. Virðast botnsköfurnar botntroll og drag-nót oftast verið nefndar. Einhvernveginn hefur tekist að skauta fram hjá þessu "tuði" sem kemur frá útlöndum. Jafnvel þó þessar óþægilegu fréttir komi frá vísindamönnum.

Það er hægt að finna aragrúa á netinu um skaðsemi þessara veiðarfæra. Ég læt þó aðeins eina slóð fylgja með.

Við Íslendingar þurfum að okkur, og hvert öðru, hvort við viljum láta hagnað dagsins ráða för - eða horfa af skynsemi til framtíðar.

https://www.theguardian.com/environment/2025/jun/09/sea-acidity-ecosystems-ocean-acidification-planetary-health-scientists?CMP=share_btn_url&fbclid=IwY2xjawKzj05leHRuA2FlbQIxMQBicmlkETFZYmYxMDdTVE5nMUFRRFZtAR47_iOJpu61VMyUGJ1A4d33D7UVdmKczoHcD0wDQZbLzouJZ9uY7BpdY1Rr4g_aem_4vuYmDAZLjQRlU43JJqVqA

 


mbl.is Banna botnvörpuveiðar á 30.000 ferkílómetra svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brottkast á hafsbotni

Brottkast á hafsbotni er heppileg að því leitinu til, að það sést ekki. Nema auðvitað með miklum rannsóknum, sem n.b. hafa verið framkvæmdar. Komið hefur í ljós að að aukadauði fiskjar umfram það sem svo kemst upp í veiðiskip, skiptir tugum prósenta og því langt umfram það magn sem handfærabátum er skammtað.

Þá ber einnig að nefna tjón það sem botntrollið og dragnótin valda lífríkinu og takmarka þannig getu hafsins til að "framleiða" nytjafisk. Allur hinn gjörvalli vísindaheimur veit um skaðsemi botntrollsins, þótt furðuhljótt sé um það hérlendis, í landi sem hefur mikla hagsmuni af afrakstursgetu hafsins.

Enn hljóðara er um skaðsemi drag-nótarinnar. Fylgjendur hennar segja hana skaðlausa, þar sem hún sé aðallega notuð á sandbotni. Hefur einhver heyrt um sandsíli? Sandsílið leggur egg sín í sandinn, þar sem þau að lokum klekjast út. Þá kemur drag-nótin. Hve vel farnast hrognum/eggjum sandsílisins við það? Einnig veit ég um hörpudisksvæði sem hafa verið ónothæf árum saman, þar sem dragnótin hefur skafið úr "hlíðum" hafsins og niður á sandinn óhemju af hörpudiski.

Önglar á girni, 12-16 stk. á bát. Aðeins sakka 2-3 kg snertir botn við við dýpismál. Krókarnir taka þann fisk sem bítur á. Það getur ekki orðið umhverfisvænna.

Yfir þeim albesta kosti sem býðst við nytjaveiðar við Ísland ætlar allt um koll að keyra. Hjá reyndar fámennum hópi Íslendinga. En afar hávaðasömum.

Skynsemin segir manni að okkar besti leikur væri að fagna umhverfisvænstu veiðunum. Hvetja sem flesta í þá átt. Gerast forystuþjóð í notkun vistvænstu veiðarfæranna (sem eru auðvitað fleiri en handfæri).

Af hverju forystuþjóð? Jú, það væri ekki gott ef markaðurinn færi að hunsa okkar fisk vegna slæmra veiðarfæra sem skaða fiskframleiðsludeildina/lífríkið.


mbl.is „Mér finnst þetta ekki skítur úr hnefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von um vistvænni veiðar vakna

Hvort núverandi stjórn takist 48 daga vegferðin skal ósagt látið.

Hins vegar er óskandi að það takist. Helst líka að fullt hugrekki og þor til að snúa eins og hægt er frá mest eyðileggjandi veiðiaðferðum landans sem allir þekkja, botnsköfunum; botntrolli og dragnót. Þannig gætum við byggt upp öflugri stofn, ásamt því að geta markaðssett okkar afurðir sem vistvænt veiddar.

Markaðir eru vakandi fyrir veiðiaðferðum. Botnsköfufiskur er kominn í skotlínuna eins og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins hefur skrifað um. Hann vildi reyndar að skattgreiðendur myndu greiða fyrir herferð erlendis til segja markaðnum, að botnsköfufiskur væri víst góður.

Betra væri þó að stíga skrefið og koma okkur sem mest í umhverfisvænsta veiðiskapinn. Efla þannig markaðsstöðu og auðlindina sjálfa, þjóðinni til heilla.


mbl.is Þurfa að finna mörg þúsund tonna kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að henda peningum?

Ég hef oft velt fyrir mér þegar ég hef horft upp á hóp manna raða smásteinum á sand-undirlag. Reykvísk hraðahindrunargerð í hnotskurn! Í kantinn keyra svo þung farartæki eins og strætó, sendi- og flutningabílar. Árangurinn lætur aldrei á sér standa. Smásteinapúslið á sandkambinum eyðileggst á undraskömmum tíma. Fyrir framan og aftan hraðahindrunina myndast fljótt skarpar holur. Hraðahindrunin er orðin að torfæru. Þá er slett í skemmdina malbiki. Hraðahindrun búin til úr malbiki endist von úr viti. Svo maður spyr sig - er gaman að henda peningum, og til viðbótar, að hafa slæman veg lengur en þarf?


mbl.is Hver hraðahindrun kostar minnst 20 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta réttmæt orðræða?

Heiðrún segir strandveiðar „í eðli sínu kapp­hlaup þeirra sem veiða um tak­markað magn af fiski." Þetta er hreint ekki rétt hjá henni. 12 sinnum í mánuði má sækja 774 kg af óslægðum fiski, ekkert kapp þar. Hins vegar; þegar fyrirhugað er að stoppað skuli um ca miðjan mánuð - þá hefst kapp síðustu dagana. Og svo annað: "fisk­vinnsl­ur hafa þurft að mæta þess­um niður­skurði [í úthlutunum til veiða]". Hengir það við strandveiði rétt eins og vinnslur geti ekki unnið strandveiðfisk. Heiðrún veit fullvel að afli strandveiða fer svo gott sem nýveiddur á markað, þar sem ÖLLUM er frjálst að kaupa í sínar vinnslur og er enginn hörgull á kaupendum, sem svo auka við þessi verðmæti. Þeir sem horfa til framtíðar, þ.m.t. talsmenn SFS, ættu kannski að eiga orðastað við sjávarlíffræðinga og vísindamenn með þekkingu á lífríki hafsins, hvort við Íslendingar ættum ekki öðru fremur, að nytja hafið með eins skaðlitlum verkfærum og mögulegt er. Hvort það geti mögulega styrkt og eflt auðlindina til lengri tíma, í stað þess að sífra yfir því að sjálstæðir einstaklingar, á umhverfisvænsta veiðiflotanum fái að taka þátt. 


mbl.is Rétt að gjalda varhug við strandveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun hér hækkun þar

Það væri gott ef Viðskiptaráð kæmi með uppsett dæmi um það hvernig ríkiskassinn/samneyslukassinn myndi jafna upp tekjutapið vegna afnáms tolla á innflutningsvörur. Hverja vill Viðskiptaráðið skattleggja móti?
Erlenda stóriðju á Íslandi? Innlenda stóriðju á Íslandi eins og t.d. stórútgerðina? Eða tvöfalda skattlagningu arðgreiðslna yfir 100 milljónir? - Eða kannski bara pöpulinn sem er svo bíræfinn að eiga gamla bíldruslu knúða bensíni eða dísil? Hálfkláraðar hugmyndir eru einsis virði.


mbl.is Kjúklingabringurnar yrðu 43% ódýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngur eru markaðsmál

Til margra ára og áratuga hafa samgöngur verið hugsaðar út frá því hversu margir áttu lögheimili við hinn enda þessa eða hins vegarins.
Nú er t.d. mikið fiskeldi á Vestfjörðum sem skapa a.m.k. 3% af þjóðartekjum Íslendinga.

Þingheimur allur vill ekki fyrir nokkurn mun missa ferðaiðnaðinn, þá tekjulind. Þar eru Vestfirðir taldir eiga mikið inni og því fjárkista. Hins vegar eru enn sumir vegir þar búnir til úr mold að miklu leiti og því illnothæfir, hvort sem er fyrir íbúa (sem reyndar virðast ekki tækir sem gildi!), eða fyrir gjaldeyrisöflunarfyrirtækin, fiskeldið og ferðamennskuna né aðra þjónustu og mannlíf íbúa á því svæði.
- Hvernig hljómar hugmynd um lúxushótel með ekkert anddyri (sem sleppt var til "sparnaðar") og gestum því gert að skríða inn um klósettgluggann.
Vestfirðir eru svoleiðis lúxushótel. 

 


mbl.is Leggur til lausn við samgönguvandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 ára tilraun - sem virkaði?

Í 40 ár hefur verið tilraun í gangi þess efnis að byggja upp þorskstofninn í kjölfar þess að ógnarfjöldi togara höfðu skafið botninn í heimkynnum fiskjar við Ísland.

Tilraunarstjórinn, Hafró, segir í raun að tilraunin hafi misheppnast. Svo er það spurning hvort það sé rétt!

Það gengur vissulega vel hjá krókaveiðurum hverskonar.

Næsta „tilraun“ ætti e.t.v. að verða: Í 40% af 40 árum ættu handfæraveiðar að vera frjálsar 40% af árinu (4,8 mán) í 48 daga.

Núverandi veiðar sk. strandveiðbáta er rúm 5% af gisk-kvóta Hafró. Frávik þar, upp eða niður, verða aldrei annað en gisk. Þess vegna þarf að gera tilraunina, annars höldum við bara áfram að trúa því í blindni að giskið sé stórisannleikur.


mbl.is Ekki gott að tímabilinu sé lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband