Hlustum á þá sem hafa vitið

Það væri snjallt að hlusta og taka mark á orðum þessarar mætu konu. Hún veit hvað hún segir, en óttast má að altarisgenglar mammons og þjónar þeirra, hafi vísdómsorð að engu. Allt samfélagstjón hefur hingað til verið talið eðlilegur fórnarkostnaður við að stýra álagningarhagnaði á valda staði.


mbl.is Ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Því miður virðist græðgisjónarmiðið vega þyngra en skinsemissjónarmiðið. Menn eru tilbúnir að fórna meiri hagsmunum fyrir minni fyrir stundargróða. Það er sorglegt að sjá hversu menn eru fljótir að loka augunum fyrir hinu augljósa fyrir nokkrar skitnar krónur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.2.2017 kl. 15:34

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl verið þið.

Er ekki verið að tala um innflutning á matvöru?
Það sem vitiborna konan nefnir vísar í skepnur sem fluttar voru inn á fæti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2017 kl. 16:33

3 identicon

Miðað við hve hún fer með rangt mál og staðreyndarvillur á mörgum stöðum þá er ekki hægt að telja hana hafa meira vit á málinu en aðrir leikmenn sem aðallega mótast af stuðningi við bændur og óvild í garð verslunarmanna.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 16:43

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vagn - sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Þú hefur greinilega ekki lesið greinina sem um ræðir. Margrét Guðnadóttir er fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands. Ég tel hana hafa fullt vit á því sem hún er að segja, enda þorir hún að koma fram undir nafni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.2.2017 kl. 16:59

5 identicon

Ég las greinina, en hún er ekki það eina sem ég hef lesið. Þess vegna get ég sagt hana fara með rangt mál og þarf ekki að treysta því að fólk með einhverja menntun geti ekki haft rangt fyrir sér. Ég hef næga þekkingu á málinu til að þurfa ekki að meta trúverðugleika hennar út frá öðru en því sem hún segir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 17:24

6 identicon

Vagn, endilega fræddu okkur sem ekki vitum. Hvaða staðreyndavillur og rangfærslur setur hún fram í þessarri grein?

Dagný (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 19:25

7 identicon

Nei Dagný, ég þarf ekkert að fræða þig. Mér nægir að minna þig á nokkrar staðreyndir sem þú kýst að hundsa.

"„Í hvert skipti sem reynt hef­ur verið að kyn­bæta búfjár­stofn­ana með inn­flutn­ingi á skepn­um hef­ur orðið slys,“ seg­ir Mar­grét."
Og telur síðan upp þau slys. Það eru þó ekki einu dæmin um innflutning og blöndun við innlenda búfjárstofna. Aðeins þau dæmi sem henni henta. Við vitum það að hingað hafa verið fluttir inn stofnar í áratugi án slysa. Hænur, svín, nautgripir, hundar og kettir sem öll hafa átt samneiti við innlenda stofna án slysa. Hingað hafa jafnvel komið ljón og apar, hreindýr og refir, minkar og ísbirnir, án þess að fjölga hér sjúkdómum. Kýr og sauðfé eru nefnilega ekki einu dýrin sem hér búa þó þau séu einu dýrin sem hafi orðið fórnarlömb þessara slysa fyrri alda.

Smitleiðina lætur hún vera að fjölyrða um. En ætti þó að vera aðalatriði. Þú sannar ekki hættu nema með rökum um hvernig sú hætta á að skapast. Bændur hafa í áratugi farið í bændaferðir um Evrópu og valsað frjálsir innan um búfénað og útihús. Það veldur henni ekki áhyggjum. Ferðamenn sem stunda hestaíþróttir koma hingað með sinn reiðfatnað ár eftir ár. Engar áhyggjur vakna. Og Öllum sem vilja er boðið að klappa lambi, skoða fjós og gefa kúnum hjá þeim sem bjóða bændagistingu. Ekki áhyggjuefni. Farfuglarnir fljúga svo hingað beint af sorp og mykjuhaugum Evrópu á tún og akra okkar og Íslendingar borða ómælt kjöt á ferðalögum erlendis. Engar áhyggjur. En fersk nautalund í Bónus sem aldrei mun komast í snertingu við Íslenskan búfénað hræðir hana. Hvar er skynsemin í því?

En þetta eru allt hlutir sem þú vissir og ég hefði ekki átt að þurfa að minna þig á.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 21:11

8 identicon

"Spurð um stöðugan þrýst­ing á auk­inn inn­flutn­ing búvara seg­ir Mar­grét: „Það virðist ekki vera hægt að ráða neitt við þá sem vilja flytja inn. Það þurfa all­ir að græða sem mest. Af hverju geta ís­lensk­ir kaup­menn ekki snúið sér að því að selja okk­ur ís­lenskt kjöt sem líf­ræna afurð? Kjötið er..o.s.frv."

Ef gæta ætti öryggis væri nærtækast að byrja þar sem hættan er mest. Banna útlendingum að koma nálægt íslenskum búfénaði. Kýr mjólka og kindur gefa kjöt og ull þó útlendingar umgangist þau ekki. Hestar eru vinsælir og áfram verður riðið út þó útlendingum sé bönnuð aðkoma. Hvað er til fyrirstöðu annað en græðgi bænda? Og séu íslenskir búfjárstofnar merkilegri en önnur dýr þá skjótum við og brennum alla farfugla við komu til landsins. Við byrjum ekki þar sem hættan er vart mælanleg bara til þess að passa að verslunarmenn græði ekki. Það mundu kallast annarlegar hvatir sem ekkert eiga skylt við sjúkdómavarnir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 22:28

9 identicon

Takk fyrir þetta Vagn, við vorum kannski ekki að lesa sömu greinina. Ég las grein sem fjallaði um viðvaranir vegna þess kæruleysis sem við íslendingar höfum viðhaft í þessum málum og hvatningu um að nýta betur þær varnir sem felast í legu landsins. Þú varst greinilega að lesa áróður gegn viðskiptafrelsi, en mig grunar að við séum sammála í aðalatriðum málsins.

Hérna er 1 dæmi um afleiðingar þessa áhyggjuleysis sem þú minntist á:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/29/gridarlegt_tjon_af_hestapest/

Það eru einhverjir sem reyna að vekja athygli á þessu kæruleysi

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1154571/

Umrætt áhyggjuleysi (kæruleysi) hefur afleiðingar

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/24/veikari_varnir_gegn_smitsjukdomum/

Ástralir og Nýsjálendingar nota einangrun og legu sinna landa til að verja sig gegn aðkomnum dýra- og plöntusjúkdómum sem gætu valdið usla í þeirra vistkerfi. Báðar þessar þjóðir lentu í miklum vandræðum vegna innflutnings á gróðri og dýrum sem pössuðu ekki í vistkerfið á staðnum, en ólíkt okkur íslendingum lærðu þessar þjóðir að passa betur upp á sitt vistkerfi af þeirri reynslu.

Við hinsvegar höfum engar áhyggjur þrátt fyrir reynslu okkar af sjúkdómum sem fylgdu innflutningi á lifandi dýrum. Við viljum hafa óheft frelsi til að flytja til landsins mold, lifandi plöntur og ófrosið kjöt (sem við vitum harla lítið um hvaðan kemur)þó við höfum ekki hugmynd um hvaða áhrif þetta getur haft á vistkerfið hérna. Ég er ekki einusinni viss um að farið sé fram á að veiðigræjur séu sótthreinsaðar við komu til landsins og hestapestin sannar að ekki er passað upp á að sótthreinsa búnað hestamanna sem til landsins koma.

Dagný (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband