Samgöngur eru markaðsmál
6.8.2024 | 08:55
Til margra ára og áratuga hafa samgöngur verið hugsaðar út frá því hversu margir áttu lögheimili við hinn enda þessa eða hins vegarins.
Nú er t.d. mikið fiskeldi á Vestfjörðum sem skapa a.m.k. 3% af þjóðartekjum Íslendinga.
Þingheimur allur vill ekki fyrir nokkurn mun missa ferðaiðnaðinn, þá tekjulind. Þar eru Vestfirðir taldir eiga mikið inni og því fjárkista. Hins vegar eru enn sumir vegir þar búnir til úr mold að miklu leiti og því illnothæfir, hvort sem er fyrir íbúa (sem reyndar virðast ekki tækir sem gildi!), eða fyrir gjaldeyrisöflunarfyrirtækin, fiskeldið og ferðamennskuna né aðra þjónustu og mannlíf íbúa á því svæði.
- Hvernig hljómar hugmynd um lúxushótel með ekkert anddyri (sem sleppt var til "sparnaðar") og gestum því gert að skríða inn um klósettgluggann.
Vestfirðir eru svoleiðis lúxushótel.
Leggur til lausn við samgönguvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.