Sérhönnuð andstyggð

48 daga kerfið var það nefnt. 12 dagar á mánuði í fjóra mánuði, maí - ágúst. 774 kg af óslægðu í hverri veiðiferð.

Ef það vantar 50 kg upp á "skammtinn" einn daginn, er það að útgerðinni að eilífu tapað. Ef hins vegar er farið 50 kg yfir skammtinn næsta dag, hirðir Fiskistofa það. Ólögmætur sjávarafli er það víst kallað. Þessir tilteknu tveir dagar jafnast þó út sem leyfilegur skammtur stærðfræðilega séð. Hins vegar er refsigleði Fiskistofu, hinnar sjálfstæðu ríkisstofnunar, lítil mörk sett.

Óskað hefur verið eftir skynsamlegri jöfnunarreglu varðandi þetta, þannig að einhverja daga yfir verði jafnað út í næstu túrum. Nei, segir yfirvaldið. Strandveiðinni skal vera gerður eins fráhrindandi umgjörð sem hugsast getur. Krókaveiðar, þar með taldar s.k. strandveiðar teljast þó þær umhverfisvænstu við Íslandsstrendur.

Það má svo sannarlega velta fyrir sér því hreyfiafli sem veldur þessari andstyggð á umhverfisvænsta fiskveiðflota Íslands. Í opinberri umræðu tala þó íslensk yfirvöld mikið um umhverismál af ýmsum toga.

Ástæður fyrir því að sjómenn í strandveiðinni eru undir eða yfir skammtinum eru eflaust margar, en nefna má að minnsta kosti sex stærðarflokka sem margir reyna að glíma við. Menn geta þá verið flokka um borð í allmörg ílát og því erfitt að vigta aflann með augunum. Þetta er þó auðveldara þar sem menn búa við fiskmarkað sem hefur stærðarflokkara. Þá þarf ekki að stærðarflokka um borð því tiltölulega auðvelt að læra á fiskikörin um borð til sjónvigtunar.

Leyfilegur vikuafli; fjórir túrar x 774 kg af óslægðu er 3096 kg. Ef tvo daga væru veidd 800 kg í túr, en hina tvo 748 kg í túr, væri vikuaflinn einnig 3096 kg eins og í fyrra dæminu. Þannig er augljóst að engu skiptir upp á heildarmagnið að þessi sveigjanleiki sé fyrir hendi.

Það blasir því við öllum að andstyggð yfirvalda á umhverfisvænsta veiðiflokknum nær svo langt út fyrir skynsemismörk að furðu sætir. Margir spyrja sig auðvitað hvort þetta sé heimalöguð refsigleði í húsakynnum Fiskistofu eða hvort ordrur komi annarsstaðar frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband