Og Tækniskólann á Gufunesið
17.9.2019 | 09:13
Nú er vitað að fjöldi íbúða mun rísa á Gufunesi ætlað fólki með þröng fjárráð, þ.m.t. ungu fólki, skólafólki þar með töldu. Einnig er vitað að Tækniskólinn er hýstur í mörgum húsum um allar trissur, einnig að stjórnendur hans hugi að nýju húsnæði. Gufunesið býður upp á uppbyggingu skólasamfélags og sköpunarsamfélags. Vitandi af kvikmyndaveri á Gufunesi, Tækniskólanum, fjölda smárra íbúða, leitar hugurinn að Listaháskólanum, sem lengi hefur verið sagður í óheppilegu húsnæði og viljan nýbyggiingu sem hentar. Gufunes, mennta-, menningar- og sköpunarþorp!
Ásókn í smáíbúðir í Gufunesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.