Batterísbílatrúboðið - slæm syndaaflausn
12.6.2018 | 13:44
Guðmundur Ingi umhvefisráðherra ákveður að líta framhjá gríðarlegum umhverfisspjöllum í löndum eins og Kongó, þaðan sem mest af ört þverrandi kóbalti heimsins kemur, en það er eitt aðalefnið í batterí rafbíla.
Hann lítur líka fram hjá gríðarlegu ofbeldi og glæpum þar (Kongó) tengdu kóbaltnáminu.
Hann lítur líka fram hjá barnaþrælkun og skefjalausum mannréttindabrotum vegna kóbaltsins.
Hann lítur líka fram hjá því að ekki hefur fundist nein hrein leið til að endurvinna eða farga ónýtum bílabatteríum.
Bensín- og díselbílaeigendum refsar hann grimmilega til að taka þátt í umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum til að útvega okkur vonlaus lithíumbatteri.
Bensín- og díselbílaeigendur eru nógu góðir til að niðurgreiða innkaup og notkun batterísbílanna.
Bensín- og díselbílaeigendur eru líka nógu góðir til að standa undir vegagerð landsmanna og þar með taldir hjóla- og göngustígar.
Batterísbíll sem þó er ónothæfur til að draga kerrur og aftanívagna, kostar tvöfalt meira í innkaupum en bensín- eða díselbíll. Þannig er hvatt til gjaldeyrisútstreymis í stað þess að nýta það lengur sem þegar hefur verið settur gjaldeyrir í. Bensín- og díselbíla sem sé. Eyðslustefnan er fyrirskipuð sem dyggð samkvæmt ritúali umhverfisráðherra! Í þessa þegar keyptu bíla er auðvitað búið að nota heilmikið af hvers kyns hráefnum og náttúruauðlindum. Reyndar í útlöndum og telst því kannski ekki með!
Það þætti skrýtið að banna sorphirðu af því að sorp sé í sjálfu sér óumhverfisvænt. Á þessum slóðum er rafbílaofforsið nú. Allt er leyfilegt í trúarbragðastríði, eða hvað?
Rafbíll er þó að mörgu leiti spennandi þróunarverkefni og margt í pípunum þar. Sumir segja að rafmagnsbíllinn verði ekki tilbúinn sem alvöru söluvara fyrr en eftir 3-5 ár. Sumir segja 10 ár.
Er ekki ágætt að hafa sig hægan á þróunartímabilinu?
Ef þessi lestur var leiðinlegur, þá er hér skemmtiefni:
http://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/skuggahlidar-rafbilavaedingarinnar/18385/
http://www.visir.is/g/2018180529501
http://www.dv.is/frettir/2018/05/29/mord-og-mannrettindarbrot-simanum-thinum/
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/19/haetta_lifi_sinu_fyrir_rafhlodur/
http://www.ruv.is/frett/barnathraelkun-knyr-snjallsima-og-tolvur
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP57036
Mikill ávinningur af rafbílavæðingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.