Eyðilegging eins fegursta kennileitis Reykjavíkur

Fallegar borgir eiga sér kennileiti. Tvö af kennileitum Reykjavíkur eru Sjómannaskólinn og Háteigskirkja, mjög fallegar og áberandi báðar tvær. Það væru slæm og óafturkræf mistök að eyðileggja þessi kennileiti. Eitt er þétting byggðar, en þetta eru skemmdarverk í nafni réttrúnaðarstefs þar sem ekki er hvikað frá þéttistefninu og engu eirt. Þetta er í raun svæði sem ætti að vernda, a.m.k. þangað til einhver frábær hugmynd kemur fram um nýtingu þessa svæðis. - Núverandi hugmynd - plan, er afleit.


mbl.is Skipuleggja byggð á tveimur reitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband