Brottkast á hafsbotni

Brottkast á hafsbotni er heppileg að því leitinu til, að það sést ekki. Nema auðvitað með miklum rannsóknum, sem n.b. hafa verið framkvæmdar. Komið hefur í ljós að að aukadauði fiskjar umfram það sem svo kemst upp í veiðiskip, skiptir tugum prósenta og því langt umfram það magn sem handfærabátum er skammtað.

Þá ber einnig að nefna tjón það sem botntrollið og dragnótin valda lífríkinu og takmarka þannig getu hafsins til að "framleiða" nytjafisk. Allur hinn gjörvalli vísindaheimur veit um skaðsemi botntrollsins, þótt furðuhljótt sé um það hérlendis, í landi sem hefur mikla hagsmuni af afrakstursgetu hafsins.

Enn hljóðara er um skaðsemi drag-nótarinnar. Fylgjendur hennar segja hana skaðlausa, þar sem hún sé aðallega notuð á sandbotni. Hefur einhver heyrt um sandsíli? Sandsílið leggur egg sín í sandinn, þar sem þau að lokum klekjast út. Þá kemur drag-nótin. Hve vel farnast hrognum/eggjum sandsílisins við það? Einnig veit ég um hörpudisksvæði sem hafa verið ónothæf árum saman, þar sem dragnótin hefur skafið úr "hlíðum" hafsins og niður á sandinn óhemju af hörpudiski.

Önglar á girni, 12-16 stk. á bát. Aðeins sakka 2-3 kg snertir botn við við dýpismál. Krókarnir taka þann fisk sem bítur á. Það getur ekki orðið umhverfisvænna.

Yfir þeim albesta kosti sem býðst við nytjaveiðar við Ísland ætlar allt um koll að keyra. Hjá reyndar fámennum hópi Íslendinga. En afar hávaðasömum.

Skynsemin segir manni að okkar besti leikur væri að fagna umhverfisvænstu veiðunum. Hvetja sem flesta í þá átt. Gerast forystuþjóð í notkun vistvænstu veiðarfæranna (sem eru auðvitað fleiri en handfæri).

Af hverju forystuþjóð? Jú, það væri ekki gott ef markaðurinn færi að hunsa okkar fisk vegna slæmra veiðarfæra sem skaða fiskframleiðsludeildina/lífríkið.


mbl.is „Mér finnst þetta ekki skítur úr hnefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband