Von um vistvænni veiðar vakna
24.4.2025 | 09:06
Hvort núverandi stjórn takist 48 daga vegferðin skal ósagt látið.
Hins vegar er óskandi að það takist. Helst líka að fullt hugrekki og þor til að snúa eins og hægt er frá mest eyðileggjandi veiðiaðferðum landans sem allir þekkja, botnsköfunum; botntrolli og dragnót. Þannig gætum við byggt upp öflugri stofn, ásamt því að geta markaðssett okkar afurðir sem vistvænt veiddar.
Markaðir eru vakandi fyrir veiðiaðferðum. Botnsköfufiskur er kominn í skotlínuna eins og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins hefur skrifað um. Hann vildi reyndar að skattgreiðendur myndu greiða fyrir herferð erlendis til segja markaðnum, að botnsköfufiskur væri víst góður.
Betra væri þó að stíga skrefið og koma okkur sem mest í umhverfisvænsta veiðiskapinn. Efla þannig markaðsstöðu og auðlindina sjálfa, þjóðinni til heilla.
![]() |
Þurfa að finna mörg þúsund tonna kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)