Gaman að henda peningum?

Ég hef oft velt fyrir mér þegar ég hef horft upp á hóp manna raða smásteinum á sand-undirlag. Reykvísk hraðahindrunargerð í hnotskurn! Í kantinn keyra svo þung farartæki eins og strætó, sendi- og flutningabílar. Árangurinn lætur aldrei á sér standa. Smásteinapúslið á sandkambinum eyðileggst á undraskömmum tíma. Fyrir framan og aftan hraðahindrunina myndast fljótt skarpar holur. Hraðahindrunin er orðin að torfæru. Þá er slett í skemmdina malbiki. Hraðahindrun búin til úr malbiki endist von úr viti. Svo maður spyr sig - er gaman að henda peningum, og til viðbótar, að hafa slæman veg lengur en þarf?


mbl.is Hver hraðahindrun kostar minnst 20 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband