Ísland fremur en Reykjavík
10.7.2024 | 08:07
Vissulega er Reykjavík á Íslandi en Ísland er ekki allt í Reykjavík. Er ekki túristinn bara að horfa í það að Ísland hafi svo margt að bjóða annað en Rvk? Og er það ekki bara gott? Það er stundum talað um að landið allt sé auðlind, og því ber að fagna fremur en harma að auðlindin sé öll nýtt. Ferðamenn aka út á mörkina, auðlindina, Íslandið, þrátt fyrir lélega vegi víða. Um 70% ferðamanna sem koma til landsins taka sér bílaleigubíl til þess að heimsækja Ísland, ekki bara Rvk. Svo hættum skæli og fögnum breyttum aðstæðum. Virkjum vegi landsins og bætum þá, öllum landsmönnum og gestum til ánægjuauka. Ferðaþjónustan mun þá dafna sem aldrei fyrr.
Ferðamenn forðast Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)