Atvinnubótavinnan verði aflögð

Það er með ólíkindum að sjá að enn eigi að styrkja Stykkishólm með því að ríkið haldi uppi rándýrri atvinnubótavinnu í Stykkishólmi sem felst í því að halda uppi „samgöngum“ við Vestfirði. Kannski voru Vestfirðir einhverntíma eyja, en er það vissulega ekki í dag. Þetta atvinnubótastúss ríkisins við Hólmara er algerlega galið. Þetta er gert á sama tíma og ríkið frestar þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar sem myndu stórbæta samgöngur við Vestfirði. Samgöngur á landi, alla daga, allan sólarhringinn. Kannski var frestunin til þess að styðja við atvinnubótavinnu ríkisins/Vegagerðarinnar í Stykkishólmi. Kannski telur ríkið/Vegagerðin Stykkishólm svo aumt byggðarlag að það sé réttlætanlegt að aftra þróun í samgöngum við Vestfirði með gamaldags ríkis-ferjurekstri, sem er svo tekið úr vasa „Vegagerðarinnar“! Hvað þýðir annars orðið VEGAGERÐ?


mbl.is Sæferðir segja upp öllu starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband