Atvinnubótavinnan verði aflögð
31.7.2023 | 11:07
Það er með ólíkindum að sjá að enn eigi að styrkja Stykkishólm með því að ríkið haldi uppi rándýrri atvinnubótavinnu í Stykkishólmi sem felst í því að halda uppi samgöngum við Vestfirði. Kannski voru Vestfirðir einhverntíma eyja, en er það vissulega ekki í dag. Þetta atvinnubótastúss ríkisins við Hólmara er algerlega galið. Þetta er gert á sama tíma og ríkið frestar þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar sem myndu stórbæta samgöngur við Vestfirði. Samgöngur á landi, alla daga, allan sólarhringinn. Kannski var frestunin til þess að styðja við atvinnubótavinnu ríkisins/Vegagerðarinnar í Stykkishólmi. Kannski telur ríkið/Vegagerðin Stykkishólm svo aumt byggðarlag að það sé réttlætanlegt að aftra þróun í samgöngum við Vestfirði með gamaldags ríkis-ferjurekstri, sem er svo tekið úr vasa Vegagerðarinnar! Hvað þýðir annars orðið VEGAGERÐ?
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)