Samstöðufullyrðing er röng
1.6.2023 | 09:57
Samstaða á einhverjum fámennum fundum er alls ekki það samstaða sé á milli strandveiðisjómanna um að gefa eftir 4 veiðidaga á yfirstandandi vertíð. Hreint ekki. Satt að segja er þetta baneitruð atlaga að strandveiðsjómönnum. Barátta sem byggir á eftirgjöf virðist snúast meira um að forsvarsmenn grúppa nái einhverju fram og þá aukaatriði hvort það snúist um ávinning eða tap. Bara að komast á spjöldin. Mér er sem ég sjái það í annarri kjarabaráttu að forysta launþega bjóði launalækkun til að komast í vöfflurnar.
Að auki gefur þetta til kynna að strandveiðisjómenn séu tilbúnir í að slaka á því sjálfsagða, að hafa sína 48 daga, kerfi sem búið var til og samþykkt á hinu háa Alþingi. En það eru þeir alls ekki. Og það er bara alls ekki samþykkt að þessi atlaga sé samþykkt af fjöldanum.
Að auki ættu allir flokkar á þingi að vinna að að minnsta kosti 50 veiðdögum fyrir strandveiðisjómenn. Vegna þess að það væri í anda þess að Íslendingar/íslenskum stjórnvöldum sé í mun að vera umhverfislega þenkjandi, á jákvæðan hátt. Stjórnvöld gætu hampað því að stíga skref í því að gera fiskveiðar umhvefisvænni. Til þess þarf í raun sáralítið að gera; bara að segja já, við lögfestum 50 daga á ári.
Þetta gæti líka verið jákvætt fyrir togara og dragnótarskip, því botndrægu veiðarfærin munu aldrei sigrað neinn áfanga í umhverfis- og lífríkisumræðu hafsins. Þar mundu fiskveiðar með kyrrstæðum veiðarfærum alltaf standa framar.
Leggja til fækkun strandveiðidaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)