Er dragnót saklaust veiðarfæri?
12.8.2025 | 08:44
Á Wikipedíu segir að líkur séu á því að dragnót eigi þátt lakari afkomu sandsílis.
Í Arnarfirði köstuðu menn dragnót upp í kanta og drógu svo út á dýpið. Mikið var um að hörpuskel kæmi upp með dragnótinni, hörpuskelinni svo hent í sjóinn aftur fjarri sínu kjörsvæði.
Árið 2021 bönnuðu bretar rúmlega 260 þúsund ferkílómetra hafsvæði utan við Sussex verið friðað fyrir troll og dragnóta/snurvoðarveiðum. Vonast er til að með stöðvun veiðanna muni þangskógarnir og hrygningarstöðvar ýmissa lífvera og fisktegunda ná að jafna sig eftir áratuga slæma meðferð.
Svo er líka það sem vert er að skoða; er það eðlilegt og sjálfsagt að dragnótaskip spilli fyrir veiðum fjölda annarra smáútgerða, sem teljast þó þær vistvænustu sem völ er á? Eru næg rök fyrir því dragnótaskipið hafi fengið góð ýsuköst þar?
![]() |
Ósammála framkvæmdastjóra FISK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brottkast eða slepping?
5.8.2025 | 09:54
Það er athyglisvert að skoða þennan lista. Þar er talað um að sleppa skuli tilgreindum tegundum, væntanlega til þess að þær geti lifað áfram, dafnað og eflt sinn stofn. Ef hins vegar tegundin þorskur sé veiddur á krók á handfærabáti heita allar sleppingar "brotttkast", og telst glæpsamlegt. Á handfærabáti eru þó bestar líkur á að meta hvort smáþorskur sé lífvænlegur til sleppingar. Smáþorskur er léleg markaðsvara og slök auðlindanýting, en er grunnur að stærri og verðmeiri vöru fái hann að lifa áfram. En nei, hann skal drepinn samkvæmt lögum. Og sá sem svíkst um að drepa hann verður þannig afbrotamaður og skal sæta refsingar.
![]() |
Mikilvægt að sjómenn þekki lög um stjórn fiskveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)