Sparar gjaldeyrir, selur innlenda orku. - Vegi vantar.

Góð frétt með rafmagnsbílana. Nú væri þjóðþrifaátak að klára að leggja bundið slitlag á þjóðvegi landsins, eins og t.d. Vestfirði. Má þar nefna hið undarlega þjark um nokkur tré í Teigsskógi sem koma í veg fyrir nútíma vegagerð þar, þó þar sé einn mesti vöxtur birkiskóga á Íslandi. Ein mesta perla Vestfjarða er fossinn Dynjandi en að honum er bannað að keyra á litlum bílaleigubíl vegna lélegra vega. Þessa mánuðina hefur mikið verið rætt álag á náttúru Íslands og nefnt að dreyfa þurfi álagi á hana vegna ferðamanna. Einfaldasta leiðin er að bæta vegi. Landsvirkjun gælir við sölu á rafmagni um sæstreng til Evrópu. Ég vildi sjá Lv. byggja upp net hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla. Það væru góð bítti að sjá á spjöldum stýra bílaleigubíla væru í stað upplýsinga um hvaða þjóðvegi má ekki keyra, væru upplýsingar um net rafhleðslustöðva. Þannig myndi umferðin dreyfast betur um landið, innflutningur olíu og bensíns dragast saman og sparaðist þannig gjadeyrir en sala á innlendri „grænni“ orku aukast.


mbl.is Bílaleiga býður úrval rafmagnsbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sparast enginn gjaldeyrir þó notaðir séu rafmagnsbílar. Verðið á rafhlöðunni, sem rennur í gjaldeyri til framleiðenda, sér til þess. Rafhlaðan er eins og að borga bensínið fyrirfram í hærra bílverði. Auk þess má benda á að vegna niðurfellingar gjalda þá skila rafmagnsbílar engu til vegagerðar og annarrar samneyslu.

Gústi (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband