Færsluflokkur: Bloggar

Ljós eru bara ljós

Ljós eru bara ljós. Útiljós, inniljós, viðvörunarljós, baðljós, gangaljós, bílljós og svo ótalmörg önnur. Öll eiga það sameiginlegt tengjast notkuninni. Eins t.d. jólaljós sem eru kölluð það vegna tímans sem þau eru notuð á. Varðandi þessa frétt ætti þvi að kalla þetta skammdegisljós eða ef til vill skammdegisþunglyndisljós! Það er víst komið skammdegi en langt því frá að komin séu jól.


mbl.is Lýsa upp skammdegið með jólaljósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott skref - en leiðin er lengri

Þetta er gott skref í jarðaeignahaldi. Í raun er það gamaldags fyrirbæri að fólk eigi land. Fyrirbærið kemur oft í veg fyrir eðlilega nýtingu lands.

Fólk á kannski land vegna þess að foreldrar eða afi og amma voru með hokurbúskap á landbleðli, búskap sem er löngu aflagður því að enginn afkomenda hafði áhuga á hokrinu. Þeir sem erfa sjálfkrafa, eignast börn og þau svo sín og þannig fjölgar "eigendum" hins íslenska lands. Ekkert þeirra hefur kannski nokkurn áhuga á hinum "íslenska" landskika sem þau óvart "eignuðust" því lítið er hugsanlega um nothæfan húsakost. Þannig liggur landið ósnert dýrum merkurinnar einum til gagns. Sem er ekki slæmt í sjálfu sér, - en svo kemur að því að hugsanlega þarf að betrumbæta þjóðveg mannskepnunni til gagns, leggja rafmagnsstreng, ljósleiðara, eða vatnslögn í jörðu fyrir byggðarlag í grenndinni. Eitthvað af þessu kallar á að farið sé inn á íslenskt land í erfingjaeigu, kannski bara lítil jarðýta til plægja niður ljósleiðara, en þá, aha, segir eitthvert langafa/ömmubarn þeirra sem hokruðu þar fyrir 50-100 árum, er ekki hægt að mjólka þetta eitthvað!

Þá getur verk tafist eða jafnvel stöðvast um nokkur ár, jafnvel áratugi eins og dæmi sanna. Eitt dæmið er um tuttugu ára og óútkljáð enn þar sem erfingjar standa í vegi fyrir samgöngubótum sem skerðir kjarrlendi, en sömu erfingjar höfðu áform um að byggja upp sumarbústaðabyggð í hinu sama kjarrlendi.

Erfingjar, sem getur verið stór og sundurleitur hópur getur komið í veg fyrir byggðaþróun, s.s. hokurbúskapur sem hefur lagst af fyrir hálfri öld hefur landamörk að kaupstað, kaupstaðurinn hefur vaxtarmöguleika vegna nægjanlega sterks atvinnulífs. En ó, þarna gengu langamma og langafi um með orf og ljá og sólin lék um rjóða vanga þeirra, og aldrei skal þar byggt eitthvert nýmóðins raðhús. Kannski er meirihluti erfingja á því að réttast sé að láta þúfnakargann, til þess að kaupstaðurinn nái að eflast og vaxa í takt við þjóðfélagið. En, það er víst ekki nóg, það dugir að einn sé á móti, hvort sem ræður, rómantík eða peningaþrá.

Hvað er þá til ráða? Eignarnám? Í smærri samfélögum getur slíkt verið viðkvæmt og skapað úlfúð. Beðið er með slíkt, oft í lengstu lög. Á sama tíma er þróun samfélagsins í bið. Hnignar jafnvel vegna þess að einhverjir hafa ekki trú á þróun samfélagsins eða nenna ekki að bíða bara og vona. Þannig getur óverðskuldað eignarhald á landi staðið í vegi fyrir eðlilegri byggðaþróun.

Að kaupa bíl, bát, hús eða einhver önnur mannanna verk verður að óumdeilanlegri eign. Að öllu jöfnu rýrna slíkar eignir í verði. Til eru afskriftarreglur um slíkt og geta þær eignir afskrifast niður í núll. En mýrlendið, þúfnakarginn, skurðirnir, kjarrið og klappirnar er um aldur og ævi á ráðstöfunarhendi hverstímalifandi erfingja einhvers frá ödinni sem leið, eða hinni þar áður. Þeir hafa því kverkatak á samfélaginu. Samfélag í höftum! 

Fyrning á eignarhaldi lands væri því eðlilegt og sjálfsagt. Fyrning ætti jafnvel teljast aftur í tímann. T.d. að býli fyrnist að fullu á 35 árum, eigin nýting lands hætti fyrir 30 árum, þannig væru 5 ár eftir af fyrnigartímanum. Að honum loknum ættu erfingjar mannvirki ef einhver væru og hóflegt leiguland umhverfis mannvirkin til að geta nýtt þau.

Það er fyrir löngu komin þörf, nei afsakið mig, nauðsyn, til breytinga í þessa veru. Gamla kerfið er arfleifð bændasamfélagsins sem var og gengur ekki upp lengur.

 


mbl.is Óðalsréttur endanlega afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjunin magnast

Aldrei áður lagt jafn mikið kapp á finna og eyða restinni af loðnustofninum. Halda mætti að að loðnan sé meindýr mikið sem beri að eyða úr íslenskri lögsögu. Og ef (og þegar, væntanlega) veiðar hefjast verður lagt allt kapp á að eyða grenjunum (hrognum) og koma þannig í veg fyrir nýliðun.

Svo mikill skaðvaldur er loðnan að hún á stóran þátt í að fóðra þorskstofninn, sem er þá sennilega skaðvaldur í íslensku samfélagi líka.

Svo, þá er um að gera að fjölga í útrýmingarflotanum - skattgreiðendur hljóta að borga það með glöðu geði, þar sem Hafró mælir með útrýmingu. Maður verður víst að taka mark á vísindunum, - en það að ég skilji þetta ekki, sýnir bara hvað er nú gott að hafa vísindastofnun með háreist heilahvel til að dæma hvaða stofnar hafsins fái að dafna og hverji ekki. Sérstaklega ekki -

 


mbl.is Aldrei svo mörg skip í loðnuleiðangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galskapur

Það er með eindæmum sorglegt að verða vitni að þessu galskap sem loðnuveiðar eru. Er ekki komið vel á fjórða áratuginnn sem okkar færustu vísindamenn hafa verið að rækta upp þorskstofninn, með fremur lélegum árangri. Þorskurinn þarf að éta, rétt eins og annar búsmali. Enginn neitar því. Helsta vaxtarsprengjan hjá þorskinum er þegar hann er í ríkulegu æti. Loðnu. Nú er leitað dauðaleit að loðnu, fóðri þorsksins, og helst að ná henni áður en hún getur lagt til grunn að annari kynslóð, sem sé að hrygna. Þetta lítur óþægilega svipað út og útrýmingarherferð. Útrýmingarherferð þar sem tvær flugur eru slegnar í sama höggi. Eða miklu heldur tveir stofnar í einni geggjun. Loðna og þorskur. Vísindi eru gisk og tilraunir. Ég giska á að tilraun til að byggja upp að minnsta kosti annan stofninn, þorskinn, sé þess virði að framkvæma. Tilaraunin fælist í því að alfriða loðnuna í t.a.m. fimm ár. Einhverjir myndu eflaust gráta söltum tárum. Hins vegar það að halda áfram á þessari undarlegu braut getur kallað á óafturkræft ástand. Þá munu enn fleiri harma hlutinn sinn. Það þarf stundum hugrekki til að taka skynsamar ákvarðanir og þá er bara spurningin: höfum við hugrekki eða erum við skammtímableyður?


mbl.is Meiri loðna – en ekki nógu mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðubann á efahyggjufólk

Já, ég skrifaði efahyggjufólk. Jafnvel þótt sanntrúaðir og "rétthugsandi" vilji alls ekki nota annað orð en afneitunarsinni, og þó efahyggjufólk kalli sig efahyggjufólk, þá láta hinir sanntrúuðu ekki beygja sig, móbrúnt skal vera svart ef það telst betra.

Ég las Draumaland Andra á sínum tíma og þótti hún athyglisverð. Sú nýja er vonandi lofsins verð. En illilega bregður manni þegar rithöfundurinn leggur mál sitt þannig upp að engu líkara er en hann sé bara ekkert á móti ritskoðun í opinberri umræðu. Þegar það kallast ábyrðarhluti að leyfa fleiri en einni rödd að heyrast um málefni líðandi stundar, gæti það bara gerst að slíkt draumaland gæti orðið að veuleika. Ein þjóð, einn sannleikur. En sannleikur hvers?

Með þessari athugasem er ég ekki að segja að þjóð vor eigi ekki að hugsa um hnattheilbrigði. Síður en svo. Satt að segja væri mér slétt sama þótt settur væri flugkvóti á landið. Að hver Íslendingur mætti aðeins fljúga til útlanda annað hvert ár. Að skemmtiferða skipum væri óheimilt að sigla innan tólf mílna lögsögu. Eða jafnvel að erlendur ferðamannafjöldi verði hámarkaður við við t.a.m. tvöfaldan íbúafjölda landsins á ári. Framansagt hefði áhrif.

Uræðan um co2 snýst og hefur aðallega snúist um að íslenskur almenningur taki strætó, gangi eða hjóli á milli staða, en skammist sín og hafi magasærandi samviskubit ella.


mbl.is Óboðleg umræða afneitunarsinnna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdrabrennulegur borgarafundur

Ég, eins og margir fleiri, var spenntur fyrir umræddum þætti á rúv. Bjóst þar við góðum deigluþætti þar sem kafað yrði í vissulega slæma umgengni mannskepnunnar víða um heim og afleiðingar af því. En hvað gerðist? Upp hófst mikil hræðslukyrjan tólf postula kolefniskirkjunnar og nauðsyn þess að allt yrði gert að þeirra forskrift. Ellegar yrði engin saga til að skrá eftir nokkra áratugi ef Íslendinga hlýddu ekki boðorðum kolefniskirkjunnar.

Eins og tilheyrir góðum trúarlegum gjörningum voru leidd til slátrunar tveir sauðir, Magnús Jónsson veðurfræðingur og Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður. Stóðu þau merkilega vel af sér hýðinguna þó flestir hafi reynt að koma þeim í duftið. Annar þáttastjórnandinn gleymdi hlutverki sínu og lamdi eins og postularnir tólf.

Einn postulanna, Elín Björk Jónsdóttir, vildi meina að aðeins ætti taka mark á sérfræðingum. Hins vegar, þegar sérfræðingurinn Magnús Jónsson vildi meina að vandi heimsins væri mun meiri vegna gríðarlegrar mannfjölgunar en þess sem um var kyrjað, svaraði þá Elín Björk því til, að sá vandi væri leystur, því íbúum hins vestræna heims færi nú fækkandi. Spurði þá þáttastjórnandi Elínu hvort þetta stæðist? Eða hvort aðrir íbúar heimsins gengju svo vel um náttúruna að engu máli skipti mannfjölgun þar? Nei! Enda augljóst vel að hún var postulamegin. 

Þátturinn var því skúffelsi og vakti enda ergelsi. Eftir á að hyggja hafði hann kannski bara verið ætlaður til þess að slökkva endanlega á efasemdarfólki. Eða afneiturum eins og Jóhanna Vigdís vill endilega kalla það. Kannski hún sé bara svona slök í íslensku, vonum það.


mbl.is Þreytt á einhliða loftslagsumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturluð staðreynd

Þessi frétt hlýtur að eiga að flokkast undir sturlaða staðreynd! Í allri þeirri umræðu um gengdarlaust plastflóð um allan heim og heimsvakningu um plastflóðið mikla, og plastlausan september hér heima, þá koma menn með enn eitt sturlaða ruglið; nokkra kaffisopa í einnota plasti. Galið! Búið að leggja mikla hugsun í, er sagt um þessa vöru ... En samt er þetta niðurstaðan. Galið!


mbl.is Nýr íslenskur kaffidrykkur á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Tækniskólann á Gufunesið

Nú er vitað að fjöldi íbúða mun rísa á Gufunesi ætlað fólki með þröng fjárráð, þ.m.t. ungu fólki, skólafólki þar með töldu. Einnig er vitað að Tækniskólinn er hýstur í mörgum húsum um allar trissur, einnig að stjórnendur hans hugi að nýju húsnæði. Gufunesið býður upp á uppbyggingu skólasamfélags og sköpunarsamfélags. Vitandi af kvikmyndaveri á Gufunesi, Tækniskólanum, fjölda smárra íbúða, leitar hugurinn að Listaháskólanum, sem lengi hefur verið sagður í óheppilegu húsnæði og viljan nýbyggiingu sem hentar. – Gufunes, mennta-, menningar- og sköpunarþorp!


mbl.is Ásókn í smáíbúðir í Gufunesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að henda gulli á skarnhauga

Goðafoss, Dettifoss, Ásbyrgi, Gullfoss, Öxarárfoss, Hraunfossar, Rjúkandi, Hvalár, Drynjandi, Dynjandi.

Hverjum þessara perla á að telja sjálfsagt og eðlilegt að kasta á skarnhauga?


mbl.is „Þetta er ljós í myrkrinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þétta betur?

Stóri sannleikurinn í íbúðabyggingum í miðborginni hefur verið þétting byggðar. Vissulega mátti á sumum stöðum fylla upp í óþarfa eyður, en niðurrif til þéttingar er búið að vera trúarstef alllengi með hörmungarniðurstöðu víða og óhjákvæmilega allt of dýrt húsnæði.

Nú er trúarstefið „Borgarlína“ sem er þó allsendis óljóst hvað er. Það er þó víst að hún mun verða það dýr að – þétta þarf byggð – upp að henni, til að auka líkur á að fleiri noti hana en strætó og minnka taprekstur! Væntanlega þarf fleiri götur/línur fyrir borgarlínu, þannig að meira rými fyrir vegi og þétting byggða við þá er full ómstrítt til að það hljómi vel.

 


mbl.is Rúmur þriðjungur seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband